El
dri fréttir

Fræðslufundur sunnudaginn 24. mars kl.15:00

Fiskifræðingarnir Magnús Jóhannsson og Benoný Jónsson segja frá fiskirannsóknum í Veiðivötnum og í vötnum Sunnan Tungnaár á Landmannaafrétti.
Fundarstaður er í húsakynnum Stangveiðifélags Ármanna að Dugguvogi 13 í Reykjavík. Fundurinn er öllum opinn.


25. apríl 2017
Veiðivötn á Landmannaafrétti

Ritið "Veiðivötn á Landmannaafrétti" er komið út og sala hófst 25. apríl. Höfundur er Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún sem meðal annars var um árabil veiðivörður í Veiðivötnum. Bókin er 910 blaðsíður í tveimur bindum, glæsilegt rit í alla stað. Fjallað er um Veiðivötn / Fiskivötn í fortíð og nútíð og veitt svör við nánast öllu sem viðkemur svæðinu. Ómissandi lesning fyrir alla sem unna Veiðivötnum.
Bókin er til sölu á eftirfarandi stöðum:

  • Varðberg í Veiðivötnum
  • Árvirkinn, Eyravegi 32, Selfossi.
  • Verslunin Veiðivon, Mörkinni 6, 108 Reykjavík.
  • Söluskálinn Landvegamótum, Rangárþingi ytra.
  • Verslunin Mosfell, Rangárbakka 7, Hellu.
  • Fóðurblandan, Hlíðarvegi 2, Hvolsvelli.
     
    Bókin selst allsstaðar á sama verði, sem er kr. 8.500 krónur.

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2018.
Sími í Veiðivötnum er
864-9205

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.500-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 22. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 15.000-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 19.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 12.500-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 23.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 3.500-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (a)
kr. 4.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (b) - rafmagn
kr. 5.000-
Sturta (fimm mínútur). kr. 400-


Lokatölur í Veiðivötnum
Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2017 hófst sunnudaginn 18. júní kl. 15 og lauk miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15. Bændadagar byrjuðu 25. ágúst og allt búið 17. september. Alls fengust 20.315 fiskar á stangveiðitímanum, 8.482 urriðar og 11.833 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Snjóölduvatni, 6.825 en nokkru færri í Litlasjó, 4.936 fiskar. Vel veiddist í Litlasjó undir lok veiðitímans og 438 fiskar komu þar á land þrjá síðustu dagana.

Stærsti fiskur sumarsins veiddist í Grænavatni, 11,5 pd urriði. Þar var einnig mesta meðalþyngdin, 4,15 pd.

Á netatímanum veiddust 849 fiskar á stöng, mest í Litlasjó (650 fiskar). Í netin fengust 7246 fiskar, 1767 urriðar og 5479 bleikjur.

Heildarveiðin sumarið 2017 er 28.410 fiskar, 11.091 urriði (39%) og 17.319 bleikjur (61%). Samanburður á milli ára.

Sjá nánar:

Myndir af veiði og veiðimönnum í Veiðivötnum sumarið 2017.


Aflatölur úr vötnum sunnan Tungnaár 2017

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2017.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 24. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 14.500-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 18.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 12.000-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 23.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 3.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (a)
kr. 3.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (b)
kr. 4.000-
Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
kr. 4.000-
Sturta (fimm mínútur). kr. 400-


Á síðustu Töðugjöldum fékk Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar umhverfisverðlaun Rangárþings ytra fyrir snyrtilegt umhverfi í Veiðivötnum. Frá náttúrunnar hendi er Veiðivatnasvæðið allt mikil listasmíð en starfsfólk veiðifélagsins hefur af sinni alkunnu alúð reynt að lágmarka eins og hægt er áhrifin af umferð og ágangi veiðimanna og ferðafólks á svæðinu. Það hefur tekist einstaklega vel að flestra mati. Til hamingju, Bryndís, Rúnar, Hermann, Kristinn og Páll, fyrir ykkar starf í Veiðivötnum. Ljósmynd: Örn Óskarsson

22. september 2016
Lokatölur úr Veiðivötnum
Sunnudaginn 18. september lauk veiðitímabilinu í Veiðivötnum. Alls veiddust 27444 fiskar á veiðitímanum (18. júní -18. september) sem er mun meiri afli en undanfarin ár. Veiðiárið 2016 er fimmta besta árið frá upphafi skráningar í Veiðivötnum. (sjá samanburð). Alls veiddust 21659 fiskar á stöng, þar af fengust 593 fiskar á stöng á netatímanum (26. ágúst til 18. september). Í netin komu 5785 fiskar sem er svipað og undanfarin ár.
Á stangveiðitímanum sem lauk 24. ágúst veiddust 21066 fiskar, 8984 urriðar og 12082 bleikjur. Þetta er mun betri veiði en undanfarin ár. Fara þarf aftur til ársins 2011 til að finna álíka veiði.
Að þessu sinni veiddust flestir fiskar á stöng í Snjóölduvatni en þar komu 5012 á land. Litlisjór var næstur með 4952 fiska. Langavatn, Nýjavatn, Hraunvötn og Ónýtavatn gáfu einnig góða veiði.
Stærsti fiskur sumarsins var 12,5 pd urriði úr Ónefndavatni. 12,4 pd fiskur veiddist í Hraunvötnum. Mesta meðalþyngdin var 5,30 pd í Grænavatni. Sjá nánar. Sjá nánar.

Lokatölur - aflatölur úr vötnum sunnan Tungnaár

Óskilamunir: Ef þú hefur gleymt fötum, skóm eða lyklum í Veiðivötnum væri gott að þú kæri gestur hefðir samband í haust.

13. janúar 2016
Veiðivötn - 2016
Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2016 hefst laugardaginn 18. júní kl. 15 og lýkur miðvikudaginn 24. ágúst kl. 15.
Bændadagar byrja 26. ágúst og allt búið 18. september.

ATH. Bryndís sendir fljótlega póst á þá sem hafa endurbókað sig sumarið 2016.
Ef einhver er hættur við veiðileyfi eða gistipláss næsta sumar væri gott að fá fréttir af því sem fyrst,
svo auðveldara verði að skipuleggja sumarið.
Þeir sem eiga endurbókað þurfa að vera búnir að borga fyrir 1 mars.

Bryndís verður við símann ( 864-9205 ) frá kl.10 til 12 alla virka daga einnig má senda póst á ampi@simnet.is

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2016.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 24. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 11.500-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 15.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 10.000-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 23.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 2.500-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag.
kr. 3.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag, m/rafmagni
kr. 4.000-
Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
kr. 4.000-
Sturta (fimm mínútur). kr. 400-

18. júní 2016
Veiðin fer vel af stað í Veiðivötnum
Veiði í Veiðivötnum hófst í dag kl. 15.
Þrátt fyrir leiðinda veður (kuldi, rok og rigning) urðu menn víða varir við fisk og sumir veiddu ágætlega t.d. í Fossvötnum, Skálavötnunum, Ónýtavatni, Snjóölduvatni, Litlasjó og í Hraunvötnum. Sex punda fiskar komu á land í Litlasjó og allt að 8 pd. fiskar veiddust í Skálavatni og í Hraunvötnum. Menn urðu meira að segja varir við fisk í Grænavatni.
Flestar leiðir eru greiðfærar, þó ennþá skaflar við Eyvík í Litlasjó og við Eskivatnsvað. Vöðin á ánum eru eins og best verður á kosið. Ástand vatna er mjög gott og ís löngu farinn.

Ljótipollur, gjöfult og fallegt veiðivatn á Landmannaafrétti. Ljósmynd: Örn Óskarsson

4. október 2014
Lokatölur úr vötnum sunnan Tungnaár
Veiðitímanum í vötnum sunnan Tungnaár lauk 20. september. Eins og undanfarin ár gékk treglega að fá veiðimenn til að skila inn aflatölum. Því verður að setja stórann fyrirvara á upplýsingar um veidda fiska í vötnunum. Ef miðað er við innsendar tölur þá veiddust 1237 fiskar í vötnum sunnan Tungnaár sumarið 2014. Mest veiddist í Frostastaðavatni. Þar komu 619 fiskar á land, mest bleikjur. Ljótipollur gaf 352 urriða og Löðmundarvatn var í þriðja sæti með 100 bleikjur.

Sjá nánar - Veiðitölur 2014


Nýjustu fréttir eru á aðalsíðu .

18. júní 2014
Vötn sunnan Tungnaár

Veiði í vötnum sunnan Tungnaár hófst 18. júní. 2014. Veiðileyfi eru seld í Landmannahelli og í Landmannalaugum. Dagurinn (kl. 7:00 - 23:00) kostar kr. 3000 á stöng. Ekki eru seldir hálfir dagar. Ekki þarf að panta veiðileyfi fyrirfram. Á svæðinu eru mörg góð veiðivötn svo sem Löðmundarvatn, Dómadalsvatn, Frostastaðavatn og Ljótipollur, en alls er veitt í 12 vötnum á svæðinu. Veiðileyfið gildir í þau öll. Hægt er að panta gistinu í Landmannahelli. Þar eru líka ágæt tjaldstæði.
Síminn í Landmannahelli er 893 8407.


18. júní 2014
Opnun í Veiðivötnum

Veiði í Veiðivötnum hefst í dag kl. 15. Gistipláss er uppselt en nokkuð er enn til af veiðileyfum eftir 27. júlí án þess að gisting fylgi með.

Vegir á vatnasvæðinu eru mjög góðir en fara þarf varlega yfir kvíslarnar. Einkum er vaðið við Kvíslarvatn djúpt og varhugavert yfirferðar.

Hús og önnur gistiaðstaða er núna betri en nokkru sinni fyrr, rennandi vatn í öllum húsum og þau eru öll tengd rafmagni. Í hverju húsi eru 2 hellur, tenglar, ljós og rafmagnsofnar. Eins og áður þurfa gestir að hafa með sér potta, pönnur, hnífapör og annan borðbúnað. Vatnssalerni eru í öllum húsum nema í Dvergasteini. Mjög gott símasamband (3G) er víðast hvar á Veiðivatnasvæðinu. Eldsneyti er ekki selt í Veiðivötnum. Næsta eldsneytisstöð er í Hrauneyjum.

Veiðimenn eru hvattir til að ganga varlega um viðkvæma hálendisnáttúruna í Veiðivötnum. Varp margra fuglategunda er núna í fullum gangi og nýgræðingur og mosi sérlega viðkvæmur fyrir traðki. Minnt er á að allur akstur utan merktra slóða er bannaður.

Að gefnu tilefni vilja veiðiverðir í Veiðivötnum benda hundafólki á að passa vel uppá hunda sína á svæðinu.
Brögð eru að því að hundar þefi uppi beituleifar og öngla á vatnsbökkum. Slíkt hefur leitt til innvortis blæðinga og dauða.
Varp fugla er í hámark í lok júní og margar tegundir liggja á eggjum fram í miðjan júlí. Hundar eyðileggja varp fugla ekki síður en minkar og refir. Þetta á ekki hvað síst við um svæðið umhverfis Tjaldvatn og skálana en þar eru alltaf nokkur anda- og óðinshanahreiður. Hafið því hundana ávallt tjóðraða á svæðinu. Best er að skilja hundana eftir heima.

Sími í Veiðivötnum er: 864-9205


7. janúar 2014
Veiðivötn - 2014
Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2013 hefst miðvikudaginn 18. júní kl. 15 og lýkur miðvikudaginn 20. ágúst kl. 15.


Sími í Veiðivötnum er: 864-9205

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2014.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 9.500-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 20. ágúst.
kr. 8.500-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 10.000-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 13.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 8.500-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 20.000-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 2.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag.
kr. 2.500-
Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
kr. 2.500-

Um aðbúnað í veiðihúsum
Veiðiverðir í Veiðivötnum vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um húsin.
Í öllum húsunum í Veiðivötnum er:
Rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar.
Vatnssalerni eru í öllum húsum nema í Dvergasteini.

Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli.



Enn veiðast stórir fiskar í Veiðivötnum. Elsý með 8 og 10 pd fiska úr Hraunvötnum. Ljósmynd Bryndís Magnúsdóttir

24. júní 2014
Fréttir af aflabrögðum í Veiðivötnum

Undanfarnar vikur hefur veður verið sérlega gott í Veiðivötnum og lífríkið 2-3 vikum fyrr á ferðinni en undanfarin ár. Gróskan nær niður í vötnin og sést best á því hvað bleikjan er miklu fallegri en verið hefur síðustu ár. Nú eru menn til dæmis að fá 1-1,5 pd bleikjur í miklu magni í Langavatni. Fallegar bleikjur veiðast einnig í Nýjavatni, Breiðavatni og Snjóölduvatni.

Meira er af rykmýi (toppflugu) og vorflugu en áður, einkum við Litlasjó og í Hraunvötnum. Við Litlasjó hafa sandöldurnar litast gráar af toppflugu. Heimamenn hafa varla séð annað eins flugnager. Fskurinn í Litlasjó og Grænavatni hefur væntanlega verið önnum kafinn í flugnaáti fyrstu veiðidagana og lítið fyrir að eltast við gerviæti. Veiðimenn fengu lítið í Litlasjó og ekkert í Grænavatni. Núna er að verða breyting á, farið að hvessa með tilheyrandi ölduróti og vatnsblöndun og veiðin tekin að glæðast bæði í Grænavatni og Litlasjó. Þar fengu menn fína fiska í gær og verður líklega enn betra eftir þetta rok sem nú gengur yfir í Veiðivötnum.


23. ágúst 2013
Vötn á Landmannaafrétti sunnan Tungnaár -Veiðitölur 2013


Rúnar og Hermann veiðiverðir taka á móti seiðasendingu frá Einari í Götu 5. ágúst 2013

13. ágúst 2013
Seiðasleppingum lokið
Í sumar var 33669 seiðum sleppt í Veiðivötn. Þetta er álíka magn og á síðasta ári. Mest var sleppt í Litlasjó, 16235 seiðum. Afgangurinn dreifðist á mörg vötn. Seiðin voru öll ársgömul, um 30 gr. að þyngd (8-10 cm). Einar Brynjólfsson í Götu í Holtum sá um klak og seiðauppeldi eins og undanfarin þrjú ár.
Seiðasleppingar í Veiðivötnin eru í flestum tilfellum nauðsynleg aðgerð til að hægt sé að halda uppi stórum fiskistofnum í vötnum þar sem náttúrulegt klak er takmarkað. Ekki er sleppt í Fossvötnin, þar eru hryngnigarskilyrði góð fyrir urriðann og hvergi er sleppt bleikju á Veiðivatnasvæðinu. Bleikjan sér um sig sjálf.

Sjá nánar....

 


"Smájeppi" stopp í Fossvatnakvísl. Hermann veiðivörður kominn til aðstoðar. Ljósm: Örn Óskarsson

Vöðin geta verið varhugaverð
Vöðin á Fossvatnakvísl og Vatnakvísl og vöð innan svæðisins neðan Eskivatns og við Snjóöldupoll geta verið varhugaverð fyrir smábíla. Hægt er að sleppa við vöðin yfir Vatnakvísl og Fossvatnakvísl með því að fara Jökulheimaleið og niður með Hraunvötnum og Litlasjó.

 

Bryndís myndar einn af fastagestum í Veiðivötnum, Þröst Þorláksson með góðan afla framan við Varðberg. Ljósmynd. Örn Óskarsson

7. júlí 2013
Myndir af veiði og veiðimönnum sumarið 2013

Mörg undanfarin ár hafa birst hér á vefnum myndir af veiðimönnum með góðan afla. Í flestum tilfellum hefur Bryndís Magnúsdóttir veiðivörður tekið myndirnar framan við hús veiðivarða, Varðberg. Nú hefur fyrsta myndasendingin borist ofan úr Veiðivötnum og er komin á vefinn. Auk Bryndísar eiga Hermann Karlsson, Hrafn Óskarsson og Örn Óskarsson myndir í þessari fyrstu sendingu. Myndir verða uppfærðar reglulega í sumar eftir því sem þær berast.
Sjá myndir....



  • Ágúst Bjarnason með 10.2 pd. urriða úr Hraunvötnum. Ljósm: Hermann Karlsson

    20. júní 2013
    Kalt en þokkaleg veiði
    Veiði í Veiðivötnum hófst 18. júní kl.15. Fyrstu tvo veiðidagana var kalt. Aðeins hörðustu veiðimenn héldu út daginn. Í dag var ágætis veður. Veiði var þokkaleg þessa fyrstu daga, um margt svipuð og fyrstu dagana á síðasta ári. Flest vötn gáfu fiska. Stærsti fiskur sem fréttist af er 10.5 pd. urriði úr Hraunvötnum. Stórir fiskar (6-8 pd.) hafa einnig komið úr Litlasjó og Grænavatni. Athygli vöktu góðar bleikjur úr Langavatni. Kunnugir telja bleikjuna þar betri en í fyrra.
    Færð er eins og best verður á kosið. Vegir eru nýheflaðir og lítið í ám.

  • 8. júlí 2012
    Dóra í Skarði hætt að selja veiðileyfi.
    Undanfarna áratugi hefur Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir í Skarði í Landsveit (Dóra í Skarði) selt veiðileyfi í vötn á Landmannaafrétti. Hún sá um veiðileyfasölu í Veiðivötn árin 1967 - 1999, en hélt áfram að selja veiðileyfi í vötn sunnan Tungnaár út síðasta veiðitímabil (2011). Skarð var því oft fyrsta stopp á leiðinni inn á fjöll
    . Nú er Dóra hætt að selja veiðileyfi svo framvegis verða veiðimenn í vötnum sunnan Tungnaár að versla sín leyfi í Landmannahelli eða í Landmannalaugum.
    4. júlí 2012
    Rafmagn í Veiðivötn
    Stutt er síðan Veiðivatnasvæðið komst í almennilegt farsímasamband. Nú er það rafmagnið. Síðastliðið haust var lagður jarðstrengur inn í Veiðivötn og í vor var byrjað að tengja húsin hvert af öðru. Nú er komið rafmagn í átta hús. Húsin eru: Holt, Lindarhvammur, Setur, Land, Hraunkot, Hvammur, Arnarsetur og Ampi. Í húsunum er 2 hellur, tenglar, ljós og rafmagnsofnar. Unnið er að því að tengja önnur hús við kerfið og vonast til að öll hús verði tengd fyrir haustið.

    23. júní 2012
    Vandamál tengd lausagöngu hunda í Veiðivötnum
    Að gefnu tilefni vilja veiðiverðir í Veiðivötnum benda hundafólki á að passa vel uppá hunda sína á svæðinu.
    Brögð eru að því að hundar þefi uppi beituleifar og öngla á vatnsbökkum. Slíkt hefur leitt til innvortis blæðinga og dauða.
    Varp fugla er nú í hámarki og margar tegundir liggja á eggjum fram í miðjan júlí. Hundar eyðileggja varp fugla ekki síður en minkar og refir. Þetta á ekki hvað síst við um svæðið umhverfis Tjaldvatn og skálana. Hafið því hundana ávallt tjóðraða á svæðinu.

Fastur opnunartími í Veiðivötnum
Ákveðið hefur verið að frá og með sumrinu 2012 hefjist veiðitímabilið í Veiðivötnum kl. 15 þann 18. júní. Fram að þessu var ávallt miðað við að tímabilið byrjaði á föstudegi.
Veiðimenn sem eru vanir því að opnunin byrji á helgi geta því þurft að sætta sig við það að opnunin hitti ekki á frídaga nema á nokkra ára fresti.

Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2012 hófst mánudaginn 18. júní kl. 15 og lýkur miðvikudaginn 22. ágúst kl. 15. Sími í Veiðivötnum er: 864-9205

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2012.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 9.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 24. ágúst.
kr. 8.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 9.000-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 11.500-
Litla herbergi í skálanum kr. 8.000-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 17.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 1.850-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag.
kr. 2.000-
Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
kr. 2.000-
  • 7. ágúst 2012
    Metavika í Veiðivötnum
    Ný met voru slegin í 7. viku. Veiðin var sú besta í 7. viku frá upphafi skráningar, 2581 fiskur kom á land. Þetta var jafnframt næstbesta vika sumarsins (sjá samanburð á milli ára).
    Annað met var slegið að kvöldi 1. ágúst en þá veiddist 8.2 kg (16.4 pund / 18.0 ensk pund) urriði í Grænavatni. Fiskurinn er 83 cm lengd og ummálið er 50 cm. Fiskurinn fékkst á fluguna „Svartur köttur“. Veiðimaðurinn heitir Haukur Böðvarsson.
    Þetta er stærsti fiskur sem fengist hefur á stöng í Veiðivötnum.

    Kunnugir telja að margir svona stórir leynist í Grænavatni svo ef til vill eiga fleiri álíka eða stærri eftir að koma þar á land.
    Í vikunni veiddist lang mest í Stóra Fossvatni. Þar komu 1017 fiskar á land. Eins og undanfarin ár var opnað fyrir veiðar með beitu og spún á Síldarplaninu 1. ágúst. Annars er aðeins leyfð veiði á flugu í Fossvötnunum. Fólk á öllum aldri mokveiddi á beitu fystu dagana eftir opnun og skýrir það þessa miklu aflaaukningu í Stóra Fossvatni.
    Ágætlega veiddist í Litlasjó, 560 fiskar komu þar á land í vikunni. Einnig fékkst góður afli í Langavatni, Nýjavatni, Breiðavatni og Skyggnisvatni.
    Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin í 166276 fiska og meðalþyngdin er tæp 2.0 pd. Stærsti fiskurinn er 16.4 pd. urriði úr Grænavatni.

    Sjá nánar...

    Metfiskurinn úr Grænavatni.
    Ljósmyndir: Bryndís Magnúsdóttir

  • 7. ágúst 2012
    Holt er laust 18. - 20. ágúst - Selt
    Af sérstökum ástæðum er Holt laust til útleigu laugardaginn 18. til mánudagsins 20. ágúst (tvær nætur). Þar er svefnpláss fyrir allt að átta menn. Veiðileyfi fylgja með. Rafmagn er komið í þetta hús.
    Frekari upplýsingar hjá veiðivörðum í Veiðivötnum í síma
    864-9205.
  • 18. júlí 2012
    Stóri Salurinn er laus 23. - 25. júlí - Selt
    Af sérstökum ástæðum er stóri Salurinn laus til útleigu mánudaginn 23. til miðvikudagsins 25. júlí (tvær nætur). Þar er svefnpláss fyrir allt að tuttugu manns. Slatti af veiðileyfum fylgir með.
    Frekari upplýsingar hjá veiðivörðum í Veiðivötnum í síma
    864-9205.
  • 21. júní 2012
    Skipti á húsi og veiðileyfum
    Helga, sem á bókað hús og veiðileyfi í Veiðivötnum 27-29 júlí óskar eftir því að skipta við einhvern á dögum.
    Hún er með húsið Bjalla og 3 stangir.
    Áhugasamir geta sent Helgu póst á netfangið: helgama87@hotmail.com.

  • 30. sept. 2011
    Lokatölur í Veiðivötnum - 2011
    Sunnudaginn 18. september lauk veiðitímabilinu í Veiðivötnum. Á þessu veiðiári var fyrirkomulagi veiðanna breytt frá því sem áður var. Stangveiðitíminn var frá 17. júní til 24. ágúst, viku lengur en áður, tíu vikur í stað níu vikna. Netatíminn styttist, var frá 26. ágúst til 18. september. Á stangveiðitímanum veiddust 21240 fiskar sem er talsvert minni afli en undanfarin þrjú ár, en svipað og sumarið 2007. Sumarið 2011 telst vera fimmta besta stangveiðiár í Veiðivötnum frá upphafi (sjá samanburð). Líklega má kenna kuldatíð framan af sumri um lægri aflatölur að þessu sinni, en undanfarin sumur hafa verið sérlega hagstæð lífríkinu í Veiðivötnum og aflabrögð eftir því.

    Á netatímanum komu 5997 fiskar í netin en 829 fiskar fengust á stöng. Heildarveiðin í Veiðivötnum var 28066 fiskar. Árið 2011 er fjórða besta veiðiárið frá upphafi skráninga. (sjá samanburð).

    Eins og oft áður var mestur afli úr Litlasjó. Þar veiddust 6514 fiskar á stöng og 1238 fiskar komu í netin. Næst á eftir var Stóra Fossvatn með 2552 fiska allt á stöng. Bæði þessi vötn eru hrein urriðavötn. Langavatn var í þriðja sæti með 2392 fiska, mest bleikjur. Yfir 1000 fiskar fengust úr Snjóölduvatni, Kvíslarvatni, Nýjavatni og í Hraunvötnum.
    Meðalþyngd allra fiska á stangveiðitímanum var 1,79 pd sem er mjög gott. Fara þarf mörg ár aftur í tímann til að finna álíka meðalþyngd. Hæst var meðalþyngdin í Ónefndavatni, 3,58 pd. og úr Grænavatni, 3,18 pd. og þar veiddist einnig þyngsti fiskurinn, 12,6 pd. í síðustu vikunni. Meðalþyngd í Litlasjó var 2,82 pd.

    Undanfarin ár hefur bleikjan verið að sækja á í Veiðivötnum. Skyggnisvatn, Langavatn, Eskivatn, Kvíslarvatn, Nýjavatn og Tjaldvatn eru ofsetin af smábleikju en í Snjóölduvatni, Krókspolli og Breiðavatni má enn fá góðar bleikjur í bland við urriða. Sumarið 2011 veiddust 13782 urriðar (65%) og 7458 bleikjur (35%) á stangveiðitímanum. Þetta er svipað hlutfall og undanfarin 2-3 ár (sjá samanburð).

    Sjá nánar...

    Myndir af veiði og veiðimönnum - 2011


    30. ágúst 2011
    Nýjar aflatölur úr vötnum sunnan Tungnaár

    Veiði hófst í vötnum sunnan Tungnaár 19. júní. Það sem af er sumri hefur mest veiðst í Frostastaðavatni 976 fiskar. Alls hafa 1418 fiskar veiðst á stöng í vötnunum.
    Sjá nánar...
    Veiðileyfi eru seld í Skarði í Landsveit (Dóra), Landmannahelli og Landmannalaugum. Ekki er þörf á að panta veiðileyfi fyrirfram. Veiði er leyfð til 20. september. Hægt er að panta gistingu við Landmannahelli í síma 893 8407 og info@landmannahellir.is. Nánari upplýsingar um staðinn er á: www.landmannahellir.is

  • 23. júlí 2011
    Fastur opnunartími í Veiðivötnum
    Ákveðið hefur verið að frá og með næsta sumri (2012) hefjist veiðitímabilið í Veiðivötnum kl. 15 þann 18. júní. Fram að þessu var ávallt miðað við að tímabilið byrjaði á föstudegi.
    Veiðimenn sem eru vanir því að opnunin byrji á helgi geta því þurft að sætta sig við það að opnunin hitti ekki á frídaga nema á nokkra ára fresti.
    16. júlí 2011
    Vandamál tengd lausagöngu hunda í Veiðivötnum
    Að gefnu tilefni vilja veiðiverðir í Veiðivötnum benda hundafólki á að passa vel uppá hunda sína á svæðinu.
    Bæði eru brögð að því að hundar þefi uppi beituleifar og öngla á vatnsbökkum. Slíkt hefur leitt til innvortis blæðinga og dauða.
    Einnig er varp seint fyrir á Veiðivatnasvæðinu þetta árið. Hundar eyðileggja varp fugla ekki síður en minkar og refir. Þetta á ekki hvað síst við um svæðið umhverfis Tjaldvatn og skálana. Hafið því hundana ávallt tjóðraða á svæðinu.

  • 17. maí 2011
    Pantanir fyrir sumarið 2011
    Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2011 hefst föstudaginn 17. júní kl. 15 og lýkur miðvikudaginn 24. ágúst kl. 15.
    Sala á veiðileyfum og gistingu í Veiðivötnum fyrir sumarið 2011 hófst föstudaginn
    1. apríl 2011 kl. 9.

    Staðan 17. maí.
    Öll hús eru uppseld. Allar stangir eru seldar nema nokkrar virka daga í ágúst.
    Þá er möguleiki á gistingu á tjaldsvæði eða í svefnpoka plássi.
    Athugið að húsin eru ekki með hita og eldunartæki og annað sem þarf til eldamensku
    þarf að taka með. Þeir sem eru að koma í fyrsta skifti geta haft samband
    í síma 864-9205 ef spurningar vakna.

Aðeins verður tekið við pöntunum í síma 864-9205 (ekki verður hægt að panta með tölvupósti eða á annan hátt). Aðeins tekið við pöntunum kl. 9-12 á virkum dögum. Netaveiðirétthafar athugið. Netaveiðin er frá 26. ágúst til 18. september á næsta veiðitímabili, því færist bókanir aftur um viku frá því sem áður hefur verið. Gott væri að netaveiðimenn staðfesti bókanir sem fyrst.

Gjaldskrá verður óbreytt frá síðasta ári.

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2011.

  • Verð fyrir hverja stöng / dag - 17. júní - 1. júlí.

    kr. 8.000-
    Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 24. ágúst.
    kr. 7.000-
    5-6 manna hús / dag (lítil hús + Dvergastein).
    kr. 7.500-
    7-12 manna hús / dag (stór hús).
    kr. 9.000-
    Litla herbergi í skálanum kr. 6.500-
    Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
    kr. 15.000-
    Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
    kr. 1.500-
    Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag.
    kr. 1.500-
    Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
    kr. 1.500-

  • 7. ágúst 2010
    Nýjar aflatölur úr vötnum sunnan Tungnaár
    Opnað var fyrir veiði í vötn sunnan Tungnaár föstudaginn 11. júní. Veiði hefur verið góð það sem af er sumri. Mest hefur veiðst í Frostastaðavatni ,817 fiskar. Alls hafa 2163 fiskar veiðst á stöng í vötnunum. Sjá nánar...
    Veiðileyfi eru seld í Skarði í Landsveit (Dóra), Landmannahelli og Landmannalaugum. Ekki er þörf á að panta veiðileyfi fyrirfram. Veiði er leyfð til 20. september. Hægt er að panta gistingu við Landmannahelli í síma 893 8407 og info@landmannahellir.is. Nánari upplýsingar um staðinn er á: www.landmannahellir.is

    7. nóv. 2010
    Í október var ráðist í lagfæringar á útfallinu úr Litla Fossvatni. Fossbrúnin var hækkuð og styrkt og gerð brattari. Með þessu á að minnka líkur því að bleikja komist upp fossinn og setjist að í Fossvötnunum. Undanfarin ár hefur nokkuð sést af smábleikju í kvíslinni neðan við fossinn.

    Ljósmynd: Bryndís Magnúsdóttir

  • 5. ágúst 2010
    Hættulegur vegkafli við Vatnsfellsvirkjun
    Vegfarendur til Veiðivatna eru varaðir við veginum yfir hálsinn við Vatnsfellsvirkjun. Vegurinn er með laust yfirborð og gróft þvottabretti. Þarna hafa orðið slys þegar of hratt er farið niður brekkurnar. Vinsamlegast farið varlega. Að öðru leyti er vegurinn til Veiðivatna óvenju góður.
  • 1. apríl 2010
    Allt uppselt í Veiðivötnum.

    Öll gistiaðstaða og veiðileyfi eru uppseld í Veiðivötum fyrir sumarið 2010.
    All fishing permits and accommodation have been booked for the year 2010.

    Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum sumarið 2010. ATH. öll verð eru óbreytt frá síðasta ári. Sími í Veiðivötnum er: 864 9205

    Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

    kr. 8.000-
    Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 18. ágúst.
    kr. 7.000-
    5-6 manna hús / dag (lítil hús + Dvergastein).
    kr. 7.500-
    7-12 manna hús / dag (stór hús).
    kr. 9.000-
    Litla herbergi í skálanum kr. 6.500-
    Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
    kr. 15.000-
    Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
    kr. 1.500-
    Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag.
    kr. 1.500-
    Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
    kr. 1.500-
  • 15. ágúst 2007
    Góð veiði í vötnum sunnan Tungnaár
    ...en veiðimenn latir við að skila inn upplýsingum um veiðina.

    Sjá nánar...
  • 30. nóv. 2007
    Jólamynd fyrir Vatnakarla
    Miðvikudaginn 28. nóv. var kvikmyndin Vatnalíf frumsýnd í Selfossbíói. Myndin er 90 mín löng heimildamynd um einstaka náttúru Veiðivatna, sögu veiða og Vatnakarla. Myndin hlaut mjög góða dóma hjá frumsýningargestum.
    Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður á Selfossi hefur unnið að gerð myndarinnar síðustu 4 árin.
    Myndin er komin út á DVD og verður dreift í verslanir um land allt.
    Til hamingju Gunnar með flotta mynd.

  • 14. ágúst 2007
    Í ágúst veiðast að jafnaði stærstu fiskarnir í Veiðivötnum. Nú í sumar hafa óvenjumargir vænir urriðar komið á land. Undanfarnar tvær vikur má segja að daglega hafi 8-10 pd. fiskar veiðst. Flestir stórfiskar veiðast að jafnaði í Hraunvötnum og í Litlasjó en nú í ágúst hafa einnig komið stórir fiskar á land í Stóra Fossvatni, Skyggnisvatni, Litla Breiðavatni og Ónefndavatni.
    Myndir af nokkrum stórum fiskum og stoltum veiðimönnum eru komnar á Veiðivatnavefinn. Sjá myndir....
  • 10. ágúst 2007
    Enn met í Veiðivötnum.
    Enn eitt metið var slegið í 7. viku, en þá komu á land 2298 fiskar sem er meiri afli en áður hefur fengist á þessum tíma sumars.

    Í vikunni veiddust nokkrir stórfiskar á óvenjulegum stöðum. Í Stóra Fossvatni veiddust 8,0 og 10.0 pd. fiskar. Skyggnisvatn gaf nokkra væna urriða, upp í 9,8 pd. og úr Litla Breiðavatni kom 9,2 pd. fiskur. Einnig veiddust stórir fiskar í Hraunvötnum, Litlasjó og Snjóölduvatni.
    Litlisjór, Ónýtavatn og Langavatn gáfu mestann afla í síðustu viku.
    Alls hafa veiðst 18651 fiskur í Veiðivötnum það sem af er sumri.
  • 3. ágúst 2007
    Metveiði í 6. viku.
    Enn eitt metið var slegið í 6. viku, en þá komu á land 1882 fiskar sem er meiri afli en áður hefur fengist á þessum tíma sumars (sjá samanburð).

    Í vikunni veiddust nokkrir stórfiskar. Bæði í Hraunvötnum og Ónefndavatni komu á land 11,4 pd. fiskar.
    Litlasjór, Nýjavatn og Langavatn gáfu mestann afla í síðustu viku en heldur hefur dregið úr veiði í Hraunvötnum frá því sem var.
    Alls hafa veiðst 16353 fiskar í Veiðivötnum það sem af er sumri.

  • 7. júlí 2007
    Áfram mokfiskast í Veiðivötnum.
    Veiði var frábær í fyrstu viku og enn betri í annari viku en þá veiddust 4228 fiskar. Í síðustu viku veiddist best í Litlasjó, 1183 fiskar. Skyggnisvatn gaf einnig vel en þar veiddust 824 fiskar. Alls hafa veiðst 1945 fiskar í Litlasjó í sumar sem verður að teljast frábær veiði. Samanborið við undanfarin ár þá er mun meiri veiði nú í Veiðivötnum en áður hefur sést.
  • 1. júlí 2007
    Frábær veiði í 1. viku.
    Veiði hófst í Veiðivötnum 22. júní. Í fyrstu vikunni var sólríkt og þurrt og frábær veiði. Alls komu 4218 silungar á land (2078 urriðar og 2140 bleikju). Í 1. viku í fyrra veiddust 3458 fiskar (806 urriðar og 2652 bleikjur)
    . Meðalþyngdin var svipuð og undanfarin ár eða 1.39 pd. Flestir fiskar komu úr Nýjavatni (886) og Litlasjó (762). Veiði var aftur á móti mjög dræm í Fossvötnunum, aðeins tveir fiskar úr hvoru vatni.

  • 7. júlí 2006
    Nýtt á Veiðivatnavefnum.
    Eins og sést hefur forsíða Veiðivatnavefsins breyst nokkuð. Þetta er gert til að auðvelda enn frekar aðgengi notenda að vinsælustu síðunum. Jafnframt hefur bæst við efni.
    Sérstök krækja er nú komin á undirsíðu sem sýnir staðsetningu sjálfvirkra veðurstöðva í nágenni Veiðivatna. Þar er hægt að smella á nöfn veðurstöðvanna og komast þannig beint á síðu Veðurstofu Íslands.
    Einnig hafa bæst við kort af vötnunum. Fyrirtækið Penta ehf var svo vinsamlegt að leyfa aðgang að kortum þeirra. Nú er hægt að skoða nákvæmlega útlínur helstu veiðivatna. Þar eru merkt inn helstu örnefni og veiðistaðir í hverju vatni og á næstunni munu bætast þar við myndir af vötnum og veiðistöðum.

  • 19. júní 2006
    Góð veiði í vötnum sunnan Tungnaár.
    Veiði í vötnum sunnan Tungnaár hófst 16. júní og gékk mjög vel þessa fyrstu helgi. Alls komu 542 fiskar á land, þar af rúmlega 300 fiskar úr Löðmundarvatni. Einnig veiddist mjög vel í Frostastaðavatni og náðist þar 6 punda bleikja á flugu rétt fyrir neðan bílastæðið. Stærsti fiskur úr Dómadalsvatni var 5 pd urriði og 4 pd bleikja kom á land úr Löðmundarvatni.
    Vikulega verða uppfærðar á Veiðivatnavefnum fréttir af veiði úr vötnum sunnan Tungnaár líkt og úr Veiðivötnum.

    Veiðileyfi í vötnin sunnan Tungnaár eru seld í Skarði í Landsveit, Landmannahelli og í Landmannalaugum. Leyfið kostar kr. 2000 pr. stöng. Hægt er að panta gistipláss í Landmannahelli og eru enn laus gistipláss í sumar, einkum í miðri viku. Sjá nánar: http://www.landmannahellir.is/index.htm.
    Á vefslóðinni: http://www.veidivotn.is/sunnant/index.html er hægt að kynna sér vötnin sunnan Tungnaár nánar.

  • 17. júní 2006
    Góð veiði.
    Vel veiddist fyrsta veiðidaginn í Veiðivötum. Mest var veiðin í Nýjavatni þar sem menn fengu margar fallegar bleikjur, allt að 6 pundum. Bleikjan veiddist jafnt á flugur og spinnera. Silvraður reflex gaf sérstaklega vel. Einnig veiddist vel í Langavatni og Kvíslarvatni og nokkrir vænir urriðar (4-5 pd) komu á land í Grænavatni.

    Í sumar verður sama fyrirkomulag á birtingu veiðitalna og undanfarin sumur, veiðtölur verða birtar eftir hverja veiðiviku. Tölur fyrir hverja viku munu birtast á netinu á laugardögum.

  • 14. júní 2006
    Fluguveiði.
    Föstudaginn 16. júní kl. 15:00 hefst veiði í Veiðivötnum.
    Líkt og undanfarin ár verður aðeins leyfð veiði á flugu (með flugustöng) í Fossvötnum og Litla Breiðavatni.
    Síðastliðið sumar var leyfð veiði með öðru agni (beita, spúnn) á Síldarplaninu í Stóra Fossvatni frá 1. ágúst. Sama fyrirkomulag verður nú í sumar.

  • 17. júní 2006
    Sala á veiðileyfum og leiga á húsum fyrir sumarið 2006.
    Stangveiði í Veiðivötnum höfst 16. júní og líkur 20. ágúst.
    Sala á veiðileyfum og gistiplássi hófst 1. apríl 2006. Nokkuð er enn eftir af leyfum og húsum (sjá töflu neðar á síðunni).

    Aðeins verður tekið við pöntunum í síma 864-9205. Ekki tala inná talhólfið.
    Ekki verður hægt að panta gegnum aðra síma eða eftir öðrum leiðum.

  • 4. nóv. 2005
    Besta veiðisumarið.
    Veiði lauk í Veiðivötnum 18. september. Alls veiddust 20785 fiskar í sumar, 16766 fiskar á stöng og 4019 fiskar í net. Það er mesti afli sem vitað er um í Veiðivötnum og þar með var metið frá árinu 1977 slegið.
    Hér fyrir neðan eru gröf sem annars vegar sýna samanburð á veiði á stangveiðitímanum í Veiðivötnum árin 2000-2005 og hins vegar heildarveiði (stöng + net) á sama tímabili.
 

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefslóð: www.veidivotn.is