Hornsíli

Hornsíli finnast sennilega í flestum vötnum á svæðinu. Útbreiðsla þeirra og stofnstærð hefur ekki verið könnuð. Hornsíli eru mjög áberandi í flestum Hraunvatnanna, Snjóölduvatni, Litla- og Stóra Skálavatni, Litlasjó og Nýjavatni. Þar sjást þau í torfum við bakka og rekur dauð á land í ölduróti. Aftur á móti eru hornsíli sjaldséð, en eru þó til í Fossvötnum, Breiðuvötnum, Grænavatni og Pyttlum. Líklega eru hornsíli og skötuormur í einhverri samkeppni því þar sem hornsíli eru algeng er skötuormurinn sjaldgæfur og öfugt. Hornsíli eru mjög líklega uppistaðan í fæðu kríunnar í Veiðivötnum. Einnig nýtir urriðinn þau sem fæðu.

Hornsíli
Hornsíli
Fiskar í VeiðivötnumUrriðiBleikjaHornsíli