Veiðitölur fyrir sumarið 2025.
Alls veiddist 1340 fiskur í vötnum sunnan Tungnaár sumarið 2025, 1005 bleikjur og 335 urriðar.
Flestir fiskar veiddust í Löðmundarvatni, 494, mest smábleikja.
Stærsti fiskurinn var 3,5 kg urriði úr Herbjarnarfellsvatn þar var einnig mesta meðalþyngdin (1,4 kg).
Eins og mörg undanfarin ár gekk erfiðlega að fá upplýsingar um afla frá veiðimönnum og því þarf að taka upplýsingarnar í töflunni hér fyrir neðan með nokkrum fyrirvara.
