Veiði í Veiðivötnum 2025

Nú er allri veiði lokið í Veiðivötnum sumarið 2025.
Alls fengust 30420 fiskar, 13652 urriðar og 16768 bleikjur.
Það er betri veiði en á síðasta ári en svipað og nokkur ár á undan.

Samanburður á milli ára – heildarveiði 1965-2025

Screenshot

Á stangveiðitímabilinu veiddust 22434 fiskar, 12160 urriðar og 10274 bleikjur. Þetta er betri veiði en undanfarin ár (sumarið 2023 var þó heldur betra). Sjá samanburð.

Screenshot

Flestir fiskar veiddust í Litlasjó. Þar komu 5681 urriði á land. Meðalþyngdin var 1,29 kg og stærsti fiskur 5,00 kg. Næstflestir fiskar veiddust í Snjóölduvatni. Þar veiddust 4743 fiskar, mest bleikjur. Einnig var góð veiði í Stóra Fossvatni (2315), Nýjavatni (2134), Langavatni (2006) og í Hraunvötnum (1588). Sjá nánar í töflu.

AFLI Í VEIÐIVÖTNUM SUMARIÐ 2025

MYNDIR AF VEIÐI- OG VEIÐIMÖNNUM SUMARIÐ 2025

Stærsti fiskur sumarsins veiddist í Stóra Hraunvatni. Hann vóg 7,76 kg.  Stórir fiskar (um og yfir 5,00 kg) fengust einnig í Arnarpolli, Skeifunni, Litlasjó og í Stóra Skálavatni. Stærsta bleikjan veiddist í Breiðavatni. Hún var 2,80 kg. Mesta meðalþyngdin var í Ónefndavatni eins og oft áður, 1,85 kg.

Sjá nánar í töflu.

Mikil ánægja var meðal margra veiðimanna með stangveiðisumarið 2025, enda lengst af mjög gott veður. Ásamt því að reyna við stórurriða þá nutu margir sín vel við bleikjuveiðar, enda fer bleikjan stækkandi í Snjóölduvatni, Langavatni og Breiðavatni og nóg af henni fyrir alla aldurshópa.

Á netaveiðitímanum 21. ágúst – 14. september veiddust 7986 fiskar. Þar af fengust 1008 fiskar á stöng (981 urriði og 27 bleikjur) og 6978 fiskar í net (511 urriðar og 6467 bleikjur).

Sjá nánar í töflum.

Í sumar hafa hlaðist um hlutir sem hafa orðið eftir í húsum. Endilega skoðið og látið vita ef einhver kannast við óskilamunina.
Óskilamunir.