Netaveiðitímanum lauk 11. september og stangveiðitímanum lauk 16. ágúst.
Alls veiddust 29835 fiskar í Veiðivötnum á veiðitímabilinu 18. júní – 11. september. Þetta er svipuð veiði og undanfarin ár. Sjá heildarveiði 1965-2022.
Þar af fengust 19314 á stöng (12126 urriðar og 7188 bleikjur).
Alls veiddust 18134 fiskar í Veiðivötnum á stangveiðitímanum, þar af 10982 urriðar og 7152 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Litlasjó, en þar komu 3696 urriðar á land. Í Snjóölduvatni veiddust 2971 fiskur, mest bleikja.
Stærsti fiskur sumarsins var 10,8 pd urriði sem Dídí Carlson veiddi í Grænavatni og besta meðalþyngdin var 2,75 pd í Pyttlum. Auk Grænavatns komu fiskar um og yfir 10 pd á land í Breiðavatni, Hraunvötnum, Pyttlum og í Skyggnisvatni.
Níunda og síðasta stangveiðivikan var aðeins 3 veiðidagar.
Hér fyrir neðan er úrvinnsla úr veiðiupplýsingum 18. júní – 16. ágúst 2022. Tölurnar eru fengnar frá veiðivörðum í Veiðivötnum.

Veiði í hverri viku veiðitímans. ATH. 9. vika var aðeins 3 dagar.


Stangveiði á netaveiðitímanum 19. ágúst – 11. september.

Veiði í net 19. ágúst – 11. september.
