Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/veidivotn.is/htdocs/wp-includes/block-template-utils.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/veidivotn.is/htdocs/wp-includes/block-template-utils.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/veidivotn.is/htdocs/wp-includes/rest-api/endpoints/class-wp-rest-terms-controller.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/veidivotn.is/htdocs/wp-includes/rest-api/endpoints/class-wp-rest-terms-controller.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/veidivotn.is/htdocs/wp-includes/rest-api/endpoints/class-wp-rest-themes-controller.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/veidivotn.is/htdocs/wp-includes/rest-api/endpoints/class-wp-rest-themes-controller.php on line 1
Veiðitölur 2023 | VEIÐIVÖTN Á LANDMANNAAFRÉTTI

Veiðitölur 2023

Sumarið 2023 voru veiðitölurá stangveiðitímanum birtar með nýju sniði. Upplýsingar um afla birtust á Veiðivatnavefnum jafnóðum og þær eru skráðar inn í Veiðivötnum. Þetta fyrirkomulag gafst mjög vel. Þökk sé Helga Þór Guðmundssyni fyrir forritun og vinnu við að koma upp þessu skráningarformi.

Stangveiðitímanum í Veiðivötnum lauk þriðjudaginn 22. ágúst. Veiðitíminn einkenndist einkum af hægum vindum, þurrviðri og ánægðum veiðimönnum.
Alls veiddust 23372 fiskar á stangveiðitímabilinu, 14285 urriðar og 9087 bleikjur. Þetta er talsvert betri veiði en undanfarin sumur. Mest veiddist í Litlasjó. Þar kom 6101 urriði á land. Urriðaveiði var einnig góð í Stóra-Fossvatni, Hraunvötnum og í Ónýtavatni. Mest veiddist af bleikju í Snjóölduvatni (3024) og Langavatni (1990). Stærsti urriði sumarsins veiddist í Skálavatni. Hann var 8,2 kg (16,4 pd). Í Ónefndavatni, Hraunvötnum og Litlasjó fengust nokkrir 10-11 pd urriðar. Stærsta bleikjan var 2,5 kg (5 pd) og veiddist í Breiðavatni.
Á netaveiðitímanum 25. ágúst til 17. september fengust 1183 fiskar á stöng og 9243 í net. Alls fengust 33798 fiskar í Veiðivötnum á vertíðinni 2023. Þetta er þriðja mesta veiði frá upphafi skráningar. Aðeins 2009 og 2010 eru betri.

Hér fyrir neðan eru töflur og gröf þar sem hægt er að lesa úr veiði í einstökum vötnum á veiðitímanum.

Veiði á stangveiðitímanum 18. júní til 22. ágúst.

Netaveiðitíminn 25. ágúst til 17. september – veiði á stöng

Netaveiðitíminn 25. ágúst til 17. september – veiði í net

Samanburður á milli árastangveiðitíminn.

Samanburður á milli áraheildarveiði