Lokatölur frá veiðitímabilinu í Veiðivötnum eru nú komnar á vefinn.
Þyngd er skráð í pundum (1 pd = 500 gr.)
Tölurnar eru fengnar frá veiðivörðum í Veiðivötnum.
Sunnudaginn 13. september lauk veiði í Veiðivötnum. Stangveiðitímabilinu lauk 19. ágúst en veitt var í net og stöng 21. ágúst til 13. september.
Alls veiddust 28535 fiskar á veiðitímabilinu.
Alls fengust 17570 fiskar á stangveiðitímanum, 7936 urriðar og 9634 bleikjur. Þetta er mun lakari veiði en undanfarin ár, en svipuð veiði og á árunum 2014 og 2015. Á netaveiðitímanum bættust 766 stangveiddir fiskar við. Heildarafli stangveiddra fiska var 18336 fiskar, 8680 urriðar og 9656 bleikjur.
Flestir stangveiddir fiskar komu á land úr Snjóölduvatni, 5303 og úr Litlasjó fengust 3266 fiskar. Mun færri fiskar veiddust á stöng í Litlasjó í ár heldur enn í fyrra.
Þyngsti fiskurinn er 13,56 pd urriði úr Grænavatni. Stórir fiskar fengust einnig í Skálavatni og Hraunvötnum. Myndir af nokkrum stórum fiskum má sjá á myndasíðu.
Í netin fengust 10199 fiskar, 2134 urriðar og 8065 bleikjur.
Veiðiupplýsingar eftir stangveiðitímann .

Veiði í hverri viku veiðitímans.

Samanburður á veiði í hverri viku árin 2016 – 2020

Stangveiði á netaveiðitímanum 21.8 – 13.9 2020

Veiði í net haustið 2020
