Sími í Veiðivötnum er 864-9205 / Netfang: ampi@simnet.is
Veiðitíminn er frá kl. 7 á morgnanna til miðnættis (kl. 24).
Veiðiverðir vilja biðja þá sem koma seint í hús að fara hljóðlega og sýna öðrum tillitssemi.
Allt skal komið í ró kl. 1 eftir miðnætti.
Stangveiðiitímabilið 2024 byrjar þriðjudaginn 18. júní kl. 15:00 og líkur þriðjudaginn 20. ágúst kl. 15:00.
Netaveiðin er frá 23 ágúst til 15 september.
Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2024.
Pantanir og fyrirspurnir fyrir “Vötn Sunnan Tungnaár” í síma 893-8407 eða info@landmannahellir.is
Í Veiðivötnum er hægt að kaupa gistingu í 6-12 manna skálum og í 40 manna sæluhúsi. Vatnssalerni er í öllum húsum nema í gamla Dvergasteini. Lyklar að húsum eru afhentir hjá veiðivörðum í Varðbergi við komu í Veiðivötn.
ATH. Þetta á aðeins við um hús í Veiðivötnum, en á ekki við um gistiaðstöðu við Landmannahelli (vötn sunnan Tungnaár).
Á síðasta veiðisumri ákvað stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar að bjóða upp á nýtt fyrirkomulag í veiðileyfasölu í Veiðivötnum. Aftur verður boðið uppá dagleyfi í Veiðivötnum sumarið 2024.
Á tímabilinu 1. júlí – 15. sept. verður hægt að kaupa dagsleyfi án gistingar í Veiðivötnum. Leyfin gilda frá kl. 7 að morgni og til miðnættis.
Leyfin þarf að panta fyrirfram deginum áður og þarf að ganga frá greiðslu um leið og pantað er. Verð á veiðileyfi verður samkvæmt útgefinni verðskrá fyrir veiðileyfi í júlí-sept kr. 13000- á stöng á dag. Viðkomandi fær sendar banka upplýsingar og greiðir veiðileyfið og sendir jafnframt upplýsingar um tegund, lit og númer á bílnum sem sem komið er á. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi kvöldið fyrir komu í Veiðivötn.
Veiðimaður má byrja að veiða kl. 7 en kemur svo við í Varðbergi og sækir veiðileyfið um kl. 9 -10 um morguninn.
Um aðbúnað í veiðihúsum í Veiðivötnum
Í öllum húsunum í Veiðivötnum er: rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar. Vatnssalerni er í öllum húsum nema í gamla Dvergasteini.
Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli.
Sími í Veiðivötnum er: 864-9205
Netfang: ampi@simnet.is
Nokkur heilræði
Ekki er selt eldsneyti í Veiðivötnum. Næsta verslun, veitingasala og eldsneytissala er í Hrauneyjum.
Ekki er aðstaða til að hlaða rafbíla í Veiðivötnum. Sull í ám og fínn sandur er ekki talið fara vel í rafbíla. Eigendur slíkra farartækja ættu að kynna sér vel þol bílsins gagnvart sandi og vatni áður en lagt er af stað í Veiðivatnaferð.
Veiðimenn eru hvattir til að ganga varlega um viðkvæma hálendisnáttúruna í Veiðivötnum. Varp margra fuglategunda er í júní og fram eftir júlí og nýgræðingur og mosi sérlega viðkvæmur fyrir traðki. Minnt er á að allur akstur utan merktra slóða er bannaður.
Hundafólki er bennt á að passa vel uppá hunda sína á svæðinu.
Brögð eru að því að hundar þefi uppi beituleifar og öngla á vatnsbökkum. Slíkt hefur leitt til innvortis blæðinga og dauða.
Varp fugla er í hámark í lok júní og margar tegundir liggja á eggjum fram í miðjan júlí. Hundar eyðileggja varp fugla ekki síður en minkar og refir. Þetta á ekki hvað síst við um svæðið umhverfis Tjaldvatn og skálana en þar eru alltaf nokkur anda- og óðinshanahreiður. Hafið því hundana ávallt tjóðraða á svæðinu. Best er að skilja hundana eftir heima.