Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/veidivotn.is/htdocs/wp-includes/block-template-utils.php on line 1
Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/veidivotn.is/htdocs/wp-includes/block-template-utils.php on line 1
Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/veidivotn.is/htdocs/wp-includes/rest-api/endpoints/class-wp-rest-terms-controller.php on line 1
Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/veidivotn.is/htdocs/wp-includes/rest-api/endpoints/class-wp-rest-terms-controller.php on line 1
Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/veidivotn.is/htdocs/wp-includes/rest-api/endpoints/class-wp-rest-themes-controller.php on line 1
Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/veidivotn.is/htdocs/wp-includes/rest-api/endpoints/class-wp-rest-themes-controller.php on line 1 VEIÐIVÖTN Á LANDMANNAAFRÉTTI | Page 6
Lokatölur frá veiðitímabilinu í Veiðivötnum eru nú komnar á vefinn. Sunnudaginn 15. september lauk veiði í Veiðivötnum. Stangveiðitímabilinu lauk 21. ágúst en veitt var í net og stöng 23. ágúst til 15. september.
Alls veiddust 30592 fiskar á veiðitímabilinu. Þetta er því þriðja besta veiðitímabilið í sögu Veiðivatna. Sjá samanburð. Heildarafli stangveiddra fiska var 21063 fiskar, 10328 urriðar og 10736 bleikjur.
Flestir stangveiddir fiskar komu á land úr Snjóölduvatni, 5650 og úr Litlasjó fengust 4865 fiskar. Þyngsti fiskurinn er 16,06 pd urriði úr Grænavatni, sem kom á land í síðustu veiðivikunni. Aldrei hafa jafnmargir stórfiskar veiðst í Veiðivötnum eins og í sumar. Stærstir voru þeir í Grænavatni en einnig veiddust óvenju stórir urriðar í Hraunvötnum og í Skálavatni.
Í netin fengust 9529 fiskur, 1755 urriðar og 7774 bleikjur.
Mynd: Fossvötn á góðum síðsumarsdegi. Ljósm: Örn Óskarsson
Þann 17. ágúst í norðan roki og sandbyl, veiddi Friðrik Þórarinsson stærsta fisk sumarsins í Veiðivötnum. Fiskurinn fékkst á beitu í Grænavatni. Hann vóg 8,03 kg (16,06 pd), var 74 cm að lengd og 79 cm að ummáli. Þetta er annar þyngsti fiskur sem veiðst hefur á stöng í Veiðivötnum. Til hamingju Friðrik!
Veiði í Veiðivötnum hófst þriðjudaginn 18. júní kl. 15.
Veiðitíminn er frá kl. 7 á morgnanna til miðnættis (kl. 24). Veiðiverðir vilja biðja þá sem koma seint í hús að fara hljóðlega og sýna öðrum tillitssemi. Allt skal komið í ró kl. 1 eftir miðnætti.
Snjólaust er á Veiðivatnasvæðinu og því erfitt að halda aflanum vel kældum. Veiðimenn eru hvattir til að taka með sér ískurl í veiðiferðina. Gott ráð er einnig að frysta vatn í plastflöskum og nota sem kælikubba.
Vegir á vatnasvæðinu eru vel færir fjórhjóladrifnum bílum en mjög þurrir og yfirborðið víðast laus sandur. Bílar geta því orðið mjög óstöðugir á vegunum. Akið varlega. Vöðin eru góð.
Hús og önnur gistiaðstaða er núna betri en nokkru sinni fyrr, rennandi vatn í öllum húsum og þau eru öll tengd rafmagni. Í hverju húsi eru 2 hellur, tenglar, ljós og rafmagnsofnar. Eins og áður þurfa gestir að hafa með sér potta, pönnur, hnífapör og annan borðbúnað. Mjög gott símasamband (3G) er víðast hvar á Veiðivatnasvæðinu. Eldsneyti er ekki selt í Veiðivötnum. Næsta eldsneytisstöð er í Hrauneyjum. Ekki er hleðsluaðstaða fyrir rafbíla.
Veiðimenn eru hvattir til að ganga varlega um viðkvæma hálendisnáttúruna í Veiðivötnum. Varp margra fuglategunda er núna í fullum gangi og nýgræðingur og mosi sérlega viðkvæmur fyrir traðki. Minnt er á að allur akstur utan merktra slóða er bannaður.
Að gefnu tilefni vilja veiðiverðir í Veiðivötnum benda hundafólki á að passa vel uppá hunda sína á svæðinu. Brögð eru að því að hundar þefi uppi beituleifar og öngla á vatnsbökkum. Slíkt hefur leitt til innvortis blæðinga og dauða. Varp fugla er í hámark í lok júní og margar tegundir liggja á eggjum fram í miðjan júlí. Hundar eyðileggja varp fugla ekki síður en minkar og refir. Þetta á ekki hvað síst við um svæðið umhverfis Tjaldvatn og skálana en þar eru alltaf nokkur anda- og óðinshana- og lóuhreiður. Hafið því hundana ávallt tjóðraða á svæðinu. Best er að skilja hundana eftir heima.
Sími í Veiðivötnum er:864-9205 Netfang: ampi@simnet.is