Sími í Veiðivötnum er 864-9205 / Netfang: ampi@simnet.is
Á tímabilinu 22. ágúst til 14. september er netaveiðitíminn í Veiðivötnum. Þá geta veiðirétthafar, eigendur lögbýla í Holta-og Landsveit fengi leyfi til netaveiða í ákveðnum vötnum.
Margir hafa nýtt leyfin til stangveiða í stað netaveiða undanfarin ár.
Veiðin er frá kl. 7.00 til kl. 23.00. Það á bæði við um net og stangir. Tilmæli eru um að að allir séu komnir heim ekki seinna en kl. 24.00.
ATH. Ekki er hægt að fá dagsleyfi frá 22. ágúst til 14 sept.
Alls veiddust 22434 fiskar á tímabilinu, 12160 urriðar og 10274 bleikjur. Þetta er betri veiði en undanfarin ár (sumarið 2023 var þó heldur betra). Sjá samanburð.
Screenshot
Flestir fiskar veiddust í Litlasjó. Þar komu 5681 urriði á land. Meðalþyngdin var 1,29 kg og stærsti fiskur 5,00 kg. Næstflestir fiskar veiddust í Snjóölduvatni. Þar veiddust 4743 fiskar, mest bleikjur. Einnig var góð veiði í Stóra Fossvatni (2315), Nýjavatni (2134), Langavatni (2006) og í Hraunvötnum (1588). Sjá nánar í töflu.
Stærsti fiskur sumarsins veiddist í Stóra Hraunvatni. Hann vóg 7,76 kg. Stórir fiskar (um og yfir 5,00 kg) fengust einnig í Arnarpolli, Skeifunni, Litlasjó og í Stóra Skálavatni. Stærsta bleikjan veiddist í Breiðavatni. Hún var 2,80 kg. Mesta meðalþyngdin var í Ónefndavatni eins og oft áður, 1,85 kg.
Sjá nánar í töflu.
Mikil ánægja var meðal margra veiðimanna með stangveiðisumarið 2025, enda lengst af mjög gott veður. Ásamt því að reyna við stórurriða þá nutu margir sín vel við bleikjuveiðar, enda fer bleikjan stækkandi í Snjóölduvatni, Langavatni og Breiðavatni og nóg af henni fyrir alla aldurshópa.
Í sumar hafa hlaðist um hlutir sem hafa orðið eftir í húsum. Endilega skoðið og látið vita ef einhver kannast við óskilamunina. Óskilamunir.
Veiðitíminn er frá kl. 7 á morgnanna til miðnættis (kl. 24). Veiðiverðir vilja biðja þá sem koma seint í hús að fara hljóðlega og sýna öðrum tillitssemi. Allt skal komið í ró kl. 1 eftir miðnætti.
Stangveiðiitímabilið 2025 byrjar 18. júní kl. 15:00 og líkur 19. ágúst kl. 15. Allar leiðir eru vel færar. Vatnshæð í Hraunvötnum og Litlasjó er hagstæðari en í byrjun síðasta veiðitíma. ATH. Skaflinn í Miðmorgunsöldu er horfinn svo veiðimenn sem kjósa að varðveita aflann verða að hafa með sér ís til kælingar.
Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2025.
Veiði er frí fyrir börn 13 ára og yngri.
Afbókunarskilmálar eru þeir að ef afbókað er seinna en einni viku fyrir komudag fæst aðeins 50% upphæðarinnar pöntunar endurgreidd.
Pantanir og fyrirspurnir fyrir “Vötn Sunnan Tungnaár” í síma 893-8407 eða info@landmannahellir.is
Í Veiðivötnum er hægt að kaupa gistingu í 6-12 manna skálum og í 40 manna sæluhúsi. Vatnssalerni er í öllum húsum nema í gamla Dvergasteini. Lyklar að húsum eru afhentir hjá veiðivörðum í Varðbergi við komu í Veiðivötn. Einnig er hægt að gista á tjaldstæði og í svefnpokaplássi í stóra skálanum. Panta þarf pláss á tjaldstæði og svefnpokapláss fyrirfram.
ATH. Þetta á aðeins við um hús í Veiðivötnum, en á ekki við um gistiaðstöðu við Landmannahelli (vötn sunnan Tungnaár).
6-8 manna skálar Foss, Holt, Land, Lindarhvammur, Vindheimar, Dvergasteinn40 manna sæluhús Salur (18), L-herbergi (6) og svefnloft8-12 manna skálar Ampi, Nýberg, Bjalli, Hraunkot, Setur, Sel, Arnarsetur, Hvammur, VatnaverVarðberg aðstaða veiðivarða
Áfram verða í boði dagsleyfi í Veiðivötnum sumarið 2025. Á tímabilinu 1. júlí – 19. ágúst. verður hægt að kaupa dagsleyfi án gistingar í Veiðivötnum. Leyfin gilda frá kl. 7 að morgni og til miðnættis. Leyfin þarf að panta fyrirfram deginum áður og þarf að ganga frá greiðslu um leið og pantað er. Verð á veiðileyfi verður samkvæmt útgefinni verðskrá fyrir veiðileyfi í júlí-sept kr. 13500- á stöng á dag. Viðkomandi fær sendar banka upplýsingar og greiðir veiðileyfið og sendir jafnframt upplýsingar um tegund, lit og númer á bílnum sem sem komið er á. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi kvöldið fyrir komu í Veiðivötn. Veiðimaður má byrja að veiða kl. 7 en kemur svo við í Varðbergi og sækir veiðileyfið um kl. 9 -10 um morguninn.
Um aðbúnað í veiðihúsum í Veiðivötnum Í öllum húsunum í Veiðivötnum er: rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar. Vatnssalerni er í öllum húsum nema í gamla Dvergasteini. Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli. Sími í Veiðivötnum er: 864-9205 Netfang: ampi@simnet.is
Nokkur heilræði Ekki er selt eldsneyti í Veiðivötnum. Næsta verslun, veitingasala og eldsneytissala er í Hrauneyjum. Ekki er aðstaða til að hlaða rafbíla í Veiðivötnum. Sull í ám og fínn sandur er ekki talið fara vel í rafbíla. Eigendur slíkra farartækja ættu að kynna sér vel þol bílsins gagnvart sandi og vatni áður en lagt er af stað í Veiðivatnaferð.
Veiðimenn eru hvattir til að ganga varlega um viðkvæma hálendisnáttúruna í Veiðivötnum. Varp margra fuglategunda er í júní og fram eftir júlí og nýgræðingur og mosi sérlega viðkvæmur fyrir traðki. Minnt er á að allur akstur utan merktra slóða er bannaður.
Akið ekki utan vega og ekki búa til nýjar slóðir ef sú gamla er ófær. Gangið frekar á veiðistaðinn. Akstur á viðkvæmum gróðri getur leitt til mikilla rofskemmda á skömmum tíma.
Hundafólki er bennt á að passa vel uppá hunda sína á svæðinu. Brögð eru að því að hundar þefi uppi beituleifar og öngla á vatnsbökkum. Slíkt hefur leitt til innvortis blæðinga og dauða. Varp fugla er í hámark í lok júní og margar tegundir liggja á eggjum fram í miðjan júlí. Hundar eyðileggja varp fugla ekki síður en minkar og refir. Þetta á ekki hvað síst við um svæðið umhverfis Tjaldvatn og skálana en þar eru alltaf nokkur anda- og óðinshanahreiður. Hafið því hundana ávallt tjóðraða á svæðinu. Best er að skilja hundana eftir heima.
Dagana 27. – 28. september kom vaskur hópur veiðimanna inn í Veiðivötn og veiddi urriða í klak. Þetta er gert á hverju hausti í lok september.
Hreinsað úr neti í Fyrstu vík í Litlasjó 27. september 2024
Að þessu sinni gékk veiðin mjög vel. Veitt var á þremur stöðum í Litlasjó og Stóra Hraunvatni. Teknar voru 40 hrygnur og 9 hængar. Fimm til sex punda fiskar gefa bestan árangur í klakinu.
Klakveiðimenn efst í Stóra Hraunvatni
Fiskarnir eru fluttir til byggða og klak fer fram í eldisstöðinni í Götu í Holta- og Landsveit. Seiðin eru alin í 1-2 ár í stöðinni fyrir sleppingu í Veiðivötn. Til að viðhalda jöfnum og góðum fiskistofnum í urriðavötnum með lök hrygningaskilyrði þá eru seiðasleppingar nauðsynlegar. Bleikjan bjargar sér sjálf og engin þörf fyrir sleppingu bleikjuseiða. Myndirnar voru teknar 27. september.