Category Archives: Uncategorized

Moka snjó

Árni gröfumaður fór inn í Veiðivötn og mokaði vatnsrásir í snjóinn. Mikill snjór er nú í vötnunum og húsin í hættu vegna væntanlegra leysinga. Líklegt er að með þessari framkvæmd hafi miklum verðmætum verið bjargað frá vatnstjóni.

Veiðitölur úr vötnum sunnan tungnaár sumarið 2021

Ágæt veiði var í vötnum að Fjallabaki í sumar. Alls veiddust 2844 fiskar, 1365 urriðar og 1479 bleikjur.
Eins og oft áður veiddust flestir fiskar í Frostastaðavatni, 754 bleikjur, en Ljótipollur kom þar fast á eftir með 680 urriða. Stærsti fiskur sumarsins var 6,0 pd urriði úr Dómadalsvatni en besta meðalþyngdin var úr Ljótapolli 1,6 pd.
Sjá nánar í töflunni hér fyrir neðan.