Category Archives: Fiskur

Veiðivötn 2025

ATH. Bryndís er búin að senda pósta til þeirra sem eiga fastar bókanir.

Þeir sem telja sig eiga bókanir en hafi ekki fengið póst endilega hafi samband við Bryndísi.

Veiði í Veiðivötnum hefst 18. júní 2025 kl. 15:00.
Verðskrá fyrir sumarið 2025 er komin á Veiðivatnasíðuna.


Eins og undanfarin ár mun Bryndís senda út netpóst í janúar og febrúar til fastra kúnna sem síðasta sumar fengu vilyrði fyrir veiðileyfum eða gistiplássi í Veiðivötnum.



Viðkomandi þarf síðan að staðfesta gistinu og leyfi og greiða fyrir 1. mars 2025.


Listi yfir laus veiðileyfi eða gistipláss verður birtur á Veiðivatnavefnum www.veidivotn.is um miðjan mars og opnað verður fyrir almenna sölu á veiðileyfum og húsplássi í byrjun apríl. 

Verðskrá fyrir 2025

Stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar hefur samþykkt meðfylgjandi verðskrá fyrir árið 2025.

Veiði er frí fyrir börn 13 ára og yngri.

Afbókunarskilmálar eru þeir að ef afbókað er seinna en einni viku fyrir komudag fæst aðeins 50% upphæðarinnar pöntunar endurgreidd.

Veitt í klak

Dagana 27. – 28. september kom vaskur hópur veiðimanna inn í Veiðivötn og veiddi urriða í klak. Þetta er gert á hverju hausti í lok september.

Hreinsað úr neti í Fyrstu vík í Litlasjó 27. september 2024


Að þessu sinni gékk veiðin mjög vel. Veitt var á þremur stöðum í Litlasjó og Stóra Hraunvatni.
Teknar voru 40 hrygnur og 9 hængar. Fimm til sex punda fiskar gefa bestan árangur í klakinu.

Klakveiðimenn efst í Stóra Hraunvatni


Fiskarnir eru fluttir til byggða og klak fer fram í eldisstöðinni í Götu í Holta- og Landsveit.
Seiðin eru alin í 1-2 ár í stöðinni fyrir sleppingu í Veiðivötn. Til að viðhalda jöfnum og góðum fiskistofnum í urriðavötnum með lök hrygningaskilyrði þá eru seiðasleppingar nauðsynlegar. Bleikjan bjargar sér sjálf og engin þörf fyrir sleppingu bleikjuseiða.
Myndirnar voru teknar 27. september.



Veiðivötn 2024 – veiðileyfi og gisting

Sími í Veiðivötnum er 864-9205. / netfang: ampi@simnet.is

Öll hús eru upppöntuð í sumar.

Laust er í svefnpokapláss á loftinu í skálanum og pláss fyrir tjöld eða hjólhýsi / tjaldvagna fyrir þá sem þess óska.

Enn eru til veiðileyfi síðari hluta júlí og í ágúst.

Veiðifélag Landmannaafréttar hefur gefið út verðskrá í Veiðivötnum fyrir sumarið 2024. (sjá töflu).
Stangveiðitímabilið 2024 byrjar þriðjudaginn 18. júní kl. 15:00 og líkur þriðjudaginn 20. ágúst kl. 15:00.
Netaveiðin er frá 23 ágúst til 15 september.

Á síðasta veiðisumri ákvað stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar að bjóða upp á nýtt fyrirkomulag í veiðileyfasölu í Veiðivötnum. Aftur verður boðið uppá dagleyfi í Veiðivötnum sumarið 2024.
Á tímabilinu 1. júlí – 15. sept. verður hægt að kaupa dagsleyfi án gistingar í Veiðivötnum. Leyfin gilda frá kl. 7 að morgni og til miðnættis.
Leyfin þarf að panta fyrirfram deginum áður og þarf að ganga frá greiðslu um leið og pantað er. Verð á veiðileyfi verður samkvæmt útgefinni verðskrá fyrir veiðileyfi í júlí-sept kr. 13000- á stöng á dag. Viðkomandi fær sendar banka upplýsingar og greiðir veiðileyfið og sendir jafnframt upplýsingar um tegund, lit og númer á bílnum sem sem komið er á. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi kvöldið fyrir komu í Veiðivötn.
Veiðimaður má byrja að veiða kl. 7 en kemur svo við í Varðbergi og sækir veiðileyfið um kl. 9 -10 um morguninn.

Skilar veiðileyfinu útfylltu við brottför.

Aðbúnaður í húsum.

Hús og önnur gistiaðstaða er mjög góð í Veiðivötnum. Rennandi vatn er í öllum húsum og þau eru öll tengd rafmagni. Í hverju húsi eru 2 hellur, tenglar, ljós og rafmagnsofnar. Salerni eru í öllum húsum nema Gamla Dvergasteini. Eins og áður þurfa gestir að hafa með sér potta, pönnur, hnífapör og annan borðbúnað
Mjög gott símasamband (3G) er víðast hvar á Veiðivatnasvæðinu. 

Sjá nánar: http://veidivotn.is/wp-admin/post.php?post=34&action=edit