Veiði í Veiðivötnum hófst sunnudaginn 18. júní kl. 15:00. Öll veiðileyfi eru uppseld í júní en hægt að fá leyfi í júlí og ágúst (sjá eldri frétt).
Svæðið er komið í sumarbúning. Ís er löngu horfinn af vötnunum og síðustu skaflarnir að bráðna. Vatnshæð í efri vötnum er nærri meðallagi.
Vegir eru flestir greiðfærir og vöðin yfir árnar eru mjög góð. Fært er í Skyggnisvatn en aðeins fyrir fjórhjóladrifs bíla. Leiðin í Veiðivötn er sem fyrr aðeins fær jeppum og jepplingum.
Sökum snjóleysis verða veiðimenn að hafa með sér ís og góð kælibox undir veiðina, ætli þeir sér að varðveita aflann. Skaflinn góði í Miðmorgunsöldu er horfinn (sjá mynd frá 22. júní hér að ofan).
Sem fyrr eru veiðimenn og aðrir gestir í Veiðivötnum hvattir til að ganga vel um viðkvæma náttúru vatnasvæðisins, halda sig á vegslóðum og hirða upp eftir sig allt rusl.