Category Archives: Fólk

Gistipláss til sölu 1. apríl

Þann 1. apríl kl.9 koma eftirtalin gistipláss í
Veiðivötnum í sölu.
Aðeins verður hægt að panta í síma.
Sími í Veiðivötnum er: 864-9205
ATH: Bryndís er í fríi 15. -30. mars.

Birt með fyrirvara um mögulegar breytingar.

1.-2. júlí Land.
12.-13. júlí Gamli Dvergasteinn.
16.-18. júlí Foss.
16.-18. júlí Sel.
18.-20. júlí L-herbergi.
23.-25. júlí Foss.
25.-28. júlí Gamli Dvergasteinn.
27.-29. júlí Bjalli.
29.-1. ágúst Hvammur.
30.-1. ágúst Gamli Dvergasteinn.
30.-1. ágúst Sel.
31.-1. ágúst Setur.
31.-1. ágúst Vatnaver.
31.-1. ágúst Stóri salur.
3.-4. ágúst Setur.
3.-5. ágúst Gamli Dvergasteinn.
6.-9. ágúst Vindheimar.
6.-7. ágúst Holt.
6.-7. ágúst Hraunkot.
6.-8. ágúst Stóri salur.
7.-9. ágúst L-herbergi.
8.-9. ágúst Gamli Dvergasteinn.
9.-11. ágúst Vindheimar.
10.-12. ágúst Sel.
11.-14. ágúst Gamli Dvergasteinn.
12.-14. ágúst Sel.
13.-15. ágúst Nýberg.
13.-14. ágúst Stóri salur.
15.-17. ágúst Hraunkot.
17.-19. ágúst Hraunkot.

Veiðivötn 2025

ATH. Bryndís er búin að staðfesta greiðslur sem eru rétt greiddar hjá föstum viðskiptavinum.
Alltaf gerist að annar en sem á bókun greiðir. Þeir sem eru ekki búnir að fá staðfestingu frá Bryndísi hafi samband. Vonast er eftir snöggum viðbrögðum.

Núna er 1 mars liðinn og ekki eru allir búnir að greiða

Listi yfir öll óseld eða ógreidd leyfi verður settur á vefinn 15 mars. Sala hefst 1. apríl.

Veiði í Veiðivötnum hefst 18. júní 2025 kl. 15:00.
Verðskrá fyrir sumarið 2025 er komin á Veiðivatnasíðuna.


Eins og undanfarin ár mun Bryndís senda út netpóst í janúar og febrúar til fastra kúnna sem síðasta sumar fengu vilyrði fyrir veiðileyfum eða gistiplássi í Veiðivötnum.



Viðkomandi þarf síðan að staðfesta gistinu og leyfi og greiða fyrir 1. mars 2025.


Listi yfir laus veiðileyfi eða gistipláss verður birtur á Veiðivatnavefnum www.veidivotn.is um miðjan mars og opnað verður fyrir almenna sölu á veiðileyfum og húsplássi í byrjun apríl. 

Veitt í klak

Dagana 27. – 28. september kom vaskur hópur veiðimanna inn í Veiðivötn og veiddi urriða í klak. Þetta er gert á hverju hausti í lok september.

Hreinsað úr neti í Fyrstu vík í Litlasjó 27. september 2024


Að þessu sinni gékk veiðin mjög vel. Veitt var á þremur stöðum í Litlasjó og Stóra Hraunvatni.
Teknar voru 40 hrygnur og 9 hængar. Fimm til sex punda fiskar gefa bestan árangur í klakinu.

Klakveiðimenn efst í Stóra Hraunvatni


Fiskarnir eru fluttir til byggða og klak fer fram í eldisstöðinni í Götu í Holta- og Landsveit.
Seiðin eru alin í 1-2 ár í stöðinni fyrir sleppingu í Veiðivötn. Til að viðhalda jöfnum og góðum fiskistofnum í urriðavötnum með lök hrygningaskilyrði þá eru seiðasleppingar nauðsynlegar. Bleikjan bjargar sér sjálf og engin þörf fyrir sleppingu bleikjuseiða.
Myndirnar voru teknar 27. september.



Veiðivötn 2024 – veiðileyfi og gisting

Sími í Veiðivötnum er 864-9205. / netfang: ampi@simnet.is

Öll hús eru upppöntuð í sumar.

Laust er í svefnpokapláss á loftinu í skálanum og pláss fyrir tjöld eða hjólhýsi / tjaldvagna fyrir þá sem þess óska.

Enn eru til veiðileyfi síðari hluta júlí og í ágúst.

Veiðifélag Landmannaafréttar hefur gefið út verðskrá í Veiðivötnum fyrir sumarið 2024. (sjá töflu).
Stangveiðitímabilið 2024 byrjar þriðjudaginn 18. júní kl. 15:00 og líkur þriðjudaginn 20. ágúst kl. 15:00.
Netaveiðin er frá 23 ágúst til 15 september.

Á síðasta veiðisumri ákvað stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar að bjóða upp á nýtt fyrirkomulag í veiðileyfasölu í Veiðivötnum. Aftur verður boðið uppá dagleyfi í Veiðivötnum sumarið 2024.
Á tímabilinu 1. júlí – 15. sept. verður hægt að kaupa dagsleyfi án gistingar í Veiðivötnum. Leyfin gilda frá kl. 7 að morgni og til miðnættis.
Leyfin þarf að panta fyrirfram deginum áður og þarf að ganga frá greiðslu um leið og pantað er. Verð á veiðileyfi verður samkvæmt útgefinni verðskrá fyrir veiðileyfi í júlí-sept kr. 13000- á stöng á dag. Viðkomandi fær sendar banka upplýsingar og greiðir veiðileyfið og sendir jafnframt upplýsingar um tegund, lit og númer á bílnum sem sem komið er á. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi kvöldið fyrir komu í Veiðivötn.
Veiðimaður má byrja að veiða kl. 7 en kemur svo við í Varðbergi og sækir veiðileyfið um kl. 9 -10 um morguninn.

Skilar veiðileyfinu útfylltu við brottför.

Aðbúnaður í húsum.

Hús og önnur gistiaðstaða er mjög góð í Veiðivötnum. Rennandi vatn er í öllum húsum og þau eru öll tengd rafmagni. Í hverju húsi eru 2 hellur, tenglar, ljós og rafmagnsofnar. Salerni eru í öllum húsum nema Gamla Dvergasteini. Eins og áður þurfa gestir að hafa með sér potta, pönnur, hnífapör og annan borðbúnað
Mjög gott símasamband (3G) er víðast hvar á Veiðivatnasvæðinu. 

Sjá nánar: http://veidivotn.is/wp-admin/post.php?post=34&action=edit