Category Archives: Fiskur

Gistipláss til sölu 1. apríl

Þann 1. apríl kl.9 koma eftirtalin gistipláss í
Veiðivötnum í sölu.
Aðeins verður hægt að panta í síma.
Sími í Veiðivötnum er: 864-9205
ATH: Bryndís er í fríi 15. -30. mars.

Birt með fyrirvara um mögulegar breytingar.

1.-2. júlí Land.
12.-13. júlí Gamli Dvergasteinn.
16.-18. júlí Foss.
16.-18. júlí Sel.
18.-20. júlí L-herbergi.
23.-25. júlí Foss.
25.-28. júlí Gamli Dvergasteinn.
27.-29. júlí Bjalli.
29.-1. ágúst Hvammur.
30.-1. ágúst Gamli Dvergasteinn.
30.-1. ágúst Sel.
31.-1. ágúst Setur.
31.-1. ágúst Vatnaver.
31.-1. ágúst Stóri salur.
3.-4. ágúst Setur.
3.-5. ágúst Gamli Dvergasteinn.
6.-9. ágúst Vindheimar.
6.-7. ágúst Holt.
6.-7. ágúst Hraunkot.
6.-8. ágúst Stóri salur.
7.-9. ágúst L-herbergi.
8.-9. ágúst Gamli Dvergasteinn.
9.-11. ágúst Vindheimar.
10.-12. ágúst Sel.
11.-14. ágúst Gamli Dvergasteinn.
12.-14. ágúst Sel.
13.-15. ágúst Nýberg.
13.-14. ágúst Stóri salur.
15.-17. ágúst Hraunkot.
17.-19. ágúst Hraunkot.

Veiðivötn 2025

ATH. Bryndís er búin að staðfesta greiðslur sem eru rétt greiddar hjá föstum viðskiptavinum.
Alltaf gerist að annar en sem á bókun greiðir. Þeir sem eru ekki búnir að fá staðfestingu frá Bryndísi hafi samband. Vonast er eftir snöggum viðbrögðum.

Núna er 1 mars liðinn og ekki eru allir búnir að greiða

Listi yfir öll óseld eða ógreidd leyfi verður settur á vefinn 15 mars. Sala hefst 1. apríl.

Veiði í Veiðivötnum hefst 18. júní 2025 kl. 15:00.
Verðskrá fyrir sumarið 2025 er komin á Veiðivatnasíðuna.


Eins og undanfarin ár mun Bryndís senda út netpóst í janúar og febrúar til fastra kúnna sem síðasta sumar fengu vilyrði fyrir veiðileyfum eða gistiplássi í Veiðivötnum.



Viðkomandi þarf síðan að staðfesta gistinu og leyfi og greiða fyrir 1. mars 2025.


Listi yfir laus veiðileyfi eða gistipláss verður birtur á Veiðivatnavefnum www.veidivotn.is um miðjan mars og opnað verður fyrir almenna sölu á veiðileyfum og húsplássi í byrjun apríl. 

Verðskrá fyrir 2025

Stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar hefur samþykkt meðfylgjandi verðskrá fyrir árið 2025.

Veiði er frí fyrir börn 13 ára og yngri.

Afbókunarskilmálar eru þeir að ef afbókað er seinna en einni viku fyrir komudag fæst aðeins 50% upphæðarinnar pöntunar endurgreidd.

Veitt í klak

Dagana 27. – 28. september kom vaskur hópur veiðimanna inn í Veiðivötn og veiddi urriða í klak. Þetta er gert á hverju hausti í lok september.

Hreinsað úr neti í Fyrstu vík í Litlasjó 27. september 2024


Að þessu sinni gékk veiðin mjög vel. Veitt var á þremur stöðum í Litlasjó og Stóra Hraunvatni.
Teknar voru 40 hrygnur og 9 hængar. Fimm til sex punda fiskar gefa bestan árangur í klakinu.

Klakveiðimenn efst í Stóra Hraunvatni


Fiskarnir eru fluttir til byggða og klak fer fram í eldisstöðinni í Götu í Holta- og Landsveit.
Seiðin eru alin í 1-2 ár í stöðinni fyrir sleppingu í Veiðivötn. Til að viðhalda jöfnum og góðum fiskistofnum í urriðavötnum með lök hrygningaskilyrði þá eru seiðasleppingar nauðsynlegar. Bleikjan bjargar sér sjálf og engin þörf fyrir sleppingu bleikjuseiða.
Myndirnar voru teknar 27. september.