Veiðifélag Landmannaafréttar 60 ára

Veiðifélag Landmannaafréttar var stofnað árið 1965 og varð því 60 ára á árinu. Föstudaginn 14. október var haldið uppá afmælið með veglegri samkomu að Laugalandi í Holtum. Verkefni félagsins hafa frá upphafi verið skýr. Að viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og stuðla að eðlilegri nýtingu fiskstofna. Að rækta fisk í þeim vötnum, sem fisklaus eru, en talin eru vel fallin til fiskiræktar. Þetta hefur allt tekist vel, með því að stilla veiði í hóf, með seiðasleppingum og flutningi á lifandi silung milli vatna. Félagssvæði nær til Veiðivatna og Vatna sunnan Tungnaá.
Jafnframt hefur félagið staðið að myndarlegri uppbyggingu á aðstöðu fyrir veiðimenn í Veiðivötnum.

Veiðivötn 1974. Örfá hús en flestir veiðimenn dvöldu í tjöldum.
Veiðivötn 2025. Húsin orðin mörg (23) og rafmagn, heitt og kalt vatn og salerni í flestum húsum.

Einnig var fagnað öðrum ekki síður merkum áfanga. Hjónin Bryndís Hanna Magnúsdóttir og Rúnar Hauksson hafa staðið vaktina sem veiðiverðir í Veiðivötnum í 40 ár (1985-2025) og ekkert fararsnið á þeim enn. Á 60 ára afmælisfagnaðinum var þeim hjónum veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf í Veiðivötnum í þessi 40 ár. Flestir sem átt hafa í samskiptum við Rúnar og Bryndísi á þessum tíma eru sammála því að betra starfsfólk er vandfundið til að stjórna og hafa umsjón með þessari öræfaperlu sem Veiðivötnin eru.

2014. Bryndís og Rúnar ásamt Hermanni aðstoðarveiðiverði , Kristni aðstoðarmanni / veghefilsstjóra og Káti gleðigjafa.
2025. Erlendur formaður veiðifélagsins veitti Rúnari og Bryndísi viðurkenningu.
Með á myndinni eru langömmu / langafabörnin Bjarki og Harpa Sif.