Veiðivötn – 2026

Undirbúningur fyrir veiðisumarið 2026 er nú hafinn.
Stangveiðitímabilið byrjar þann 18. Júní kl. 15:00 og lýkur þann 18. ágúst kl. 15:00.
Eins og undanfarin ár mun Bryndís hafa samband við fasta viðskiptavini í janúar og febrúar.
Þann 15. mars kemur listi á Veiðivatnavefinn yfir laus hús og stangir sem verða til sölu byrjun aprílmánaðar.
Nýliðar sem vilja tryggja sér gistipláss eða veiðileyfi sumarið 2026 verða að bíða þolinmóðir þar til í apríl þegar sala á lausum húsum/leyfum hefst.
Sími í Veiðivötnum er 864-9205 og aðeins verður hægt að panta með símtali við Bryndísi.

Gjaldskrá 2026

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum og í vötnum sunnan Tungnaár fyrir sumarið 2026.

Screenshot

Vötn sunnan Tungnaá – lokatölur 2025

Veiðitölur fyrir sumarið 2025.
Alls veiddust 1340 fiskar í vötnum sunnan Tungnaár sumarið 2025, 1005 bleikjur og 335 urriðar.
Flestir fiskar veiddust í Löðmundarvatni, 494, mest smábleikja.
Stærsti fiskurinn var 3,5 kg urriði úr Herbjarnarfellsvatn þar var einnig mesta meðalþyngdin (1,4 kg). 

Eins og mörg undanfarin ár gekk erfiðlega að fá upplýsingar um afla frá veiðimönnum og því þarf að taka upplýsingarnar í töflunni hér fyrir neðan með nokkrum fyrirvara.

Screenshot

Veiðifélag Landmannaafréttar 60 ára

Veiðifélag Landmannaafréttar var stofnað árið 1965 og varð því 60 ára á árinu. Föstudaginn 14. október var haldið uppá afmælið með veglegri samkomu að Laugalandi í Holtum. Verkefni félagsins hafa frá upphafi verið skýr. Að viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og stuðla að eðlilegri nýtingu fiskstofna. Að rækta fisk í þeim vötnum, sem fisklaus eru, en talin eru vel fallin til fiskiræktar. Þetta hefur allt tekist vel, með því að stilla veiði í hóf, með seiðasleppingum og flutningi á lifandi silung milli vatna. Félagssvæði nær til Veiðivatna og Vatna sunnan Tungnaá.
Jafnframt hefur félagið staðið að myndarlegri uppbyggingu á aðstöðu fyrir veiðimenn í Veiðivötnum.

Veiðivötn 1974. Örfá hús en flestir veiðimenn dvöldu í tjöldum.
Veiðivötn 2025. Húsin orðin mörg (23) og rafmagn, heitt og kalt vatn og salerni í flestum húsum.

Einnig var fagnað öðrum ekki síður merkum áfanga. Hjónin Bryndís Hanna Magnúsdóttir og Rúnar Hauksson hafa staðið vaktina sem veiðiverðir í Veiðivötnum í 40 ár (1985-2025) og ekkert fararsnið á þeim enn. Á 60 ára afmælisfagnaðinum var þeim hjónum veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf í Veiðivötnum í þessi 40 ár. Flestir sem átt hafa í samskiptum við Rúnar og Bryndísi á þessum tíma eru sammála því að betra starfsfólk er vandfundið til að stjórna og hafa umsjón með þessari öræfaperlu sem Veiðivötnin eru.

2014. Bryndís og Rúnar ásamt Hermanni aðstoðarveiðiverði , Kristni aðstoðarmanni / veghefilsstjóra og Káti gleðigjafa.
2025. Erlendur formaður veiðifélagsins veitti Rúnari og Bryndísi viðurkenningu.
Með á myndinni eru langömmu / langafabörnin Bjarki og Harpa Sif.

Veiði í Veiðivötnum 2025

Nú er allri veiði lokið í Veiðivötnum sumarið 2025.
Alls fengust 30420 fiskar, 13652 urriðar og 16768 bleikjur.
Það er betri veiði en á síðasta ári en svipað og nokkur ár á undan.

Samanburður á milli ára – heildarveiði 1965-2025

Screenshot

Á stangveiðitímabilinu veiddust 22434 fiskar, 12160 urriðar og 10274 bleikjur. Þetta er betri veiði en undanfarin ár (sumarið 2023 var þó heldur betra). Sjá samanburð.

Screenshot

Flestir fiskar veiddust í Litlasjó. Þar komu 5681 urriði á land. Meðalþyngdin var 1,29 kg og stærsti fiskur 5,00 kg. Næstflestir fiskar veiddust í Snjóölduvatni. Þar veiddust 4743 fiskar, mest bleikjur. Einnig var góð veiði í Stóra Fossvatni (2315), Nýjavatni (2134), Langavatni (2006) og í Hraunvötnum (1588). Sjá nánar í töflu.

AFLI Í VEIÐIVÖTNUM SUMARIÐ 2025

MYNDIR AF VEIÐI- OG VEIÐIMÖNNUM SUMARIÐ 2025

Stærsti fiskur sumarsins veiddist í Stóra Hraunvatni. Hann vóg 7,76 kg.  Stórir fiskar (um og yfir 5,00 kg) fengust einnig í Arnarpolli, Skeifunni, Litlasjó og í Stóra Skálavatni. Stærsta bleikjan veiddist í Breiðavatni. Hún var 2,80 kg. Mesta meðalþyngdin var í Ónefndavatni eins og oft áður, 1,85 kg.

Sjá nánar í töflu.

Mikil ánægja var meðal margra veiðimanna með stangveiðisumarið 2025, enda lengst af mjög gott veður. Ásamt því að reyna við stórurriða þá nutu margir sín vel við bleikjuveiðar, enda fer bleikjan stækkandi í Snjóölduvatni, Langavatni og Breiðavatni og nóg af henni fyrir alla aldurshópa.

Á netaveiðitímanum 21. ágúst – 14. september veiddust 7986 fiskar. Þar af fengust 1008 fiskar á stöng (981 urriði og 27 bleikjur) og 6978 fiskar í net (511 urriðar og 6467 bleikjur).

Sjá nánar í töflum.

Í sumar hafa hlaðist um hlutir sem hafa orðið eftir í húsum. Endilega skoðið og látið vita ef einhver kannast við óskilamunina.
Óskilamunir.