• 13. janúar 2016
  Veiðivötn - 2016
  Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2016 hefst laugardaginn 18. júní kl. 15 og lýkur miðvikudaginn 24. ágúst kl. 15.
  Bændadagar byrja 26 ágúst og allt búið 18 september.

  ATH. Bryndís sendir fljótlega póst á þá sem hafa endurbókað sig sumarið 2016.
  Ef einhver er hættur við veiðileyfi eða gistipláss næsta sumar væri gott að fá fréttir af því sem fyrst,
  svo auðveldara verði að skipuleggja sumarið.
  Þeir sem eiga endurbókað þurfa að vera búnir að borga fyrir 1 mars.

  Bryndís verður við símann ( 864-9205 ) frá kl.10 til 12 alla virka daga einnig má senda póst á ampi@simnet.is

  Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2016.

  Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

  kr. 10.000-
  Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 24. ágúst.
  kr. 9.000-
  5-7 manna hús / dag (lítil hús).
  kr. 11.500-
  8-12 manna hús / dag (stór hús).
  kr. 15.000-
  Litla herbergi í skálanum kr. 10.000-
  Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
  kr. 23.500-
  Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
  kr. 2.500-
  Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag.
  kr. 3.000-
  Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag, m/rafmagni
  kr. 4.000-
  Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
  kr. 4.000-
  Sturta (fimm mínútur). kr. 400-

   

 • Vötn sunnan Tungnaár
  Opnað verður fyrir veiði í vötn sunnan Tungnaár föstudaginn 11. júní. Veiðileyfi eru seld í Landmannahelli og Landmannalaugum. Ekki er þörf á að panta veiðileyfi fyrirfram. Veiði er leyfð til 20. september. Hægt er að panta gistingu við Landmannahelli í síma 893 8407 og info@landmannahellir.is. Nánari upplýsingar um staðinn er á: www.landmannahellir.is
 

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefsíða: www.veidivotn.is