Veiðivötn - 2018
Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2018 hófst mánudaginn 18. júní kl. 15 og lýkur 22. ágúst kl. 15.
Bændadagar byrja 24. ágúst og allt búið um miðjan september. Aðstæður eru góðar í vötnunum þetta vorið, góðir vegir, gróska í gróðri, lítill snjór og öll vötn löngu íslaus. Nokkuð hátt er í Ónýtavatni, Hraunvötnum og Litlasjó, en miklu betra ástand núna en á sama tíma í fyrra.

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2018. Sími í Veiðivötnum er: 864-9205

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.500-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 22. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 15.000-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 19.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 12.500-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 23.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 3.500-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (a)
kr. 4.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (b) - rafmagn
kr. 5.000-
Sturta (fimm mínútur). kr. 400-

 

  • Vötn sunnan Tungnaár
    Vötn sunnan Tungnaár
    Búið er að opna vegi um "Friðland að fjallabaki" og er því greið leið í Landmannahelli og í mörg veiðivötn þar í kring. Veiðileyfið kostar kr. 3.500- á stöng/dag og veitir aðgang að góðum veiðivötnum eins og Frostastaðavatni, Dómadalsvatni og Ljótapolli auk margra annara vatna. Veiðileyfi eru seld í Landmannahelli og í búðinni í Landmannalaugum og óþarfi að panta fyrirfram.
    Veiðimenn eru hvattir til að skila útfylltum veiðileyfum að lokinni veiðiferð til veiðivarða í Landmannahelli eða í safnkassa á gatnamótum við Frostastaðavatn/Ljótapoll eða við efri afleggjara inn að Landmannahelli.
    Hægt er að panta gistingu við Landmannahelli í síma 893 8407 og info@landmannahellir.is. Nánari upplýsingar um staðinn er á: www.landmannahellir.is
 

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefsíða: www.veidivotn.is