Veiðivatnavefurinn
www.veidivotn.is

Eigandi vefsins "www.veidivotn.is" er Örn Óskarsson. Hann er jafnframt höfundur og eigandi texta og myndefnis á vefnum nema annað sé tekið fram

Vefurinn birtist fyrst á netinu árið 1998 og hefur verið að mótast og byggjast upp smátt og smátt síðan.

Vefurinn er ótengdur Veiðifélagi Landmannaafréttar að öðru leiti en því að Veiðifélagið hefur ákveðinn hluta vefsins fyrir þá umsýslu sem þeir hafa með höndum í sölu veiðileyfa, útleigu á veiðihúsum og gistingu samkvæmt samningi milli Veiðifélagsins og höfundar.

Á vefnum er umfjöllun um jarðfræði, gróðurfar og dýralíf í Veiðivötnum ásamt hagnýtum upplýsingum um silungsveiði. Yfir sumartímann eru nýjustu upplýsingar um stangveiðina uppfærðar vikulega. Upplýsingar um veiði eru fengnar frá veiðivörðum í Veiðivötnum.

Örn er líffræðingur og framhaldsskólakennari. Hann hefur stundað veiðar í Veiðivötnum árlega frá árinu 1969 og þekkir svæðið vel. Samhliða silungsveiðum hefur hann fylgst með vexti og viðgangi himbrimastofnsins og öðru fuglalíf á Veiðivatnasvæðinu.

Örn Óskarsson


Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefslóð: www.veidivotn.is