Til baka

Löðmundarvatn

Vatnið er á fallegum og gróðursælum stað skammt austan við skálana við Landmannahelli sunnanundir fjallinu Löðmundi.

Akfært er að vatninu vestanverðu.

Vatnið er víðast hvar frekar grunnt.

Í Löðmundarvatni er falleg og bragðgóð bleikja, 1-3 pund að þyngd.

Vatnið var ofsetið af smábleikju en grisjunaraðgerðir síðustu árin hafa skilað miklum árangri.

 


Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefslóð: www.veidivotn.is