Til baka

Ljótipollur

Ljótipollur er í nokkrum samliggjandi gígum NA af Frostastaðavatni. Gígbarmarnir eru brattir og um 70-120 m háir.

Vatnið er víðast um 10-14 m djúpt, um 500 m breitt og 1000 m langt.

Ljótipollur er eitt besta veiðivatnið sunnan Tungnaár. Þar er eingöngu urriði um 1,5-4 pund að þyngd.

Síðustu árin hefur veiðin minnkað frá því sem áður var en jafnframt eru fiskarnir vænni.

Akfært er upp á gígbarma Ljótapolls en einstigi niður að vatninu. Einstigin eru brött og laus í sér og fyrir suma mikil þrekraun að komast upp.


Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefslóð: www.veidivotn.is