Til baka

Kílingavötn

Kílingavötn eru í Kílingum skammt austan við Landmannalaugar. Vötnin eru tvö og samgangur á milli þeirra og við Tungnaá. Á sumrin eru vötnin jökullituð.

Kílingavötn eru víðast mjög grunn og efra vatnið er smám saman að fyllast af sandframburði úr Tungnaá.

Áður fyrr var vænn urriði í Kílingavötnum en nú er þar einkum smávaxin bleikja.


Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefslóð: www.veidivotn.is