Til baka

Blautaver

Blautaver er við Tungnaá norðan við Ljótapoll.

Vatnið er oft dálítið jökullitað yfir sumarið þegar mikið leysingavatn er í Tungnaá en tært fyrri hluta sumars og á haustin. Þá er besta veiðin.

Í vatninu er mikið af bleikju um 1 pund að þyngd og 1.-2. punda urriðar. Stundum veiðast stærri fiskar.

Akfært er að vatninu frá Ljótapolli.

 


Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefslóð: www.veidivotn.is