GARÐFUGLAVEFURINN

FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR
Erlendir garðfuglavefir

Tenglar

Þróunarverkefnið “Garðfuglaskoðun” naut styrks úr Þróunarsjóði framhaldsskóla árið 2007

Garðfuglavefurinn - kynning
Markmiðið með þessum vef er að vekja athygli á fuglalífi í íslenskum görðum, miðla upplýsingum um garðfugla, fá landsmenn til þess að skoða fugla í görðum, læra að þekkja fugla, vekja áhuga á fuglaskoðun og hversu auðvelt það er að stunda hana. Ennfremur er markmiðið að afla upplýsinga um fugla í görðum, hvaða tegundir eru til staðar og í hve miklu magni.

Ólafur Einarsson og Örn Óskarsson líffræðingar, framhaldsskólakennarar, og félagar í Fuglavernd eru höfundar efnis á Garðfuglavefnum og sjá um uppsetningu og viðhald hans.

Garðfuglahelgi 24. - 27. jan. 2014
Framkvæmd athugunarinnar er einföld, það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma á föstudaginn 24. jan., laugardaginn 25. jan., sunnudaginn 26. jan. eða mánudaginn 27. jan. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Upplýsingar um fóðrun garðfugla er hægt að finna á vefsíðum um "fóðrun". Upplýsingar um garðfugla og fóðrun þeirra er einnig að finna í Garðfuglabæklingi Fuglaverndar.

Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður með því að fara í krækjuna "skrá niðurstöður".
Einnig er hægt að sækja eyðublað og skrá þar upplýsingar í tölvu og senda á póstfang garðfuglavefsins, gardfugl@gmail.com.

Auk garðfuglahelgar í janúar 2014 munu nemendur í nokkrum framhaldsskólum skoða garðfugla dagana 1. - 4. nóvember 2013. Öllum er velkomið að taka þátt í þeirri skoðun. Framkvæmd er eins og aðal garðfuglahelgina janúar.

Garðfuglakönnun (27. okt. 2013 - 26. apríl 2014).
Fuglavernd hefur um árabil staðið fyrir annarri umfangsmeiri rannsókn á garðfuglum. Markmiðið með henni að athuga hvaða fuglar sækja í garða, í hve miklu magni og breytingar í tegundasamsetningu yfir vetrarmánuðina, skoða breytileika milli ára. Í Garðfuglakönnun fylgist athugandi með fuglalífi í garðinum allan veturinn frá því í lok október fram í lok apríl.
Veturinn 2013 - 2014 er garðfuglakönnun Fuglaverndar frá 27. október 2013 til 26. apríl 2014.

Talningaeyðublað og leiðbeiningar er hægt að sækja hér:

2013 -2014. Word og PDF

Eldri talningar:

Talningaeyðublað fyrir veturinn 2012-2013 Word, PDF og Exel
Talningaeyðublað fyrir veturinn 2011-2012. Word og PDF.
Talningaeyðublað fyrir veturinn 2010-2011. Word og PDF.

 

Niðurstöður fyrri garðfuglahelga



Garðfuglabæklingur
Fuglavernd hefur nýlega endurútgefið bækling um garðfugla með styrk frá Pokasjóði. Í bæklingnum má lesa sér til um hvernig hægt er að gera garðinn sem mest aðlaðandi fyrir fugla. Hægt er að nálgast bæklinginn hjá Fuglavernd.



ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2009