Stóra Hraunvatn

Stóra Hraunvatn er stærsta og gjöfulasta vatnið í Hraunvatnaklasanum. Að norðanverðu er vatnið mjög sandorpið en sunnar og vestar liggja melar og hraun að vatninu. Í vatninu er eingöngu urriði og vaxtarskilyrði eru mjög góð. Oft veiðast stærstu fiskarnir í Veiðivötnum í Stóra Hraunvatni. Þar er vissast að vera með sterka línu.


Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson www.veidivotn.is