Litlisjór

Litlisjór er stærsta vatnið í Veiðivatnaklasanum. Litlisjór var alltaf álitinn fisklaus en á 7. áratug síðustu aldar var urriðaseiðum sleppt í Litlasjó. Um 1980 var orðin góð veiði í Litlasjó og síðan hefur Litlsjór verið eitt gjöfulasta vatnið í Veiðivötnum. Hrygningaskilyrði eru léleg í Litlasjó og því er stórum urriðastofni viðhaldið með árlegum seiðasleppinum.


Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson www.veidivotn.is