Langavatn, Eskivatn og Kvíslarvatn

Tjaldvatn, Langavatn, Eskivatn og Kvíslarvatn eru vatnaröð vestan við Miðmundaöldu. Vötnin eru samtengd með kvíslum sem að lokum rennur út í Vatnakvísl. Áður voru þetta hrein urriðavötn en bleikan átti greiðan aðgang í þessi vötn uppeftir kvíslunum. Nú eru vötnin öll þéttsetin af bleikju en urriði finnst ennþá í þeim öllum nema Tjaldvatni.


Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson www.veidivotn.is