Stóra Fossvatn og Litla Fossvatn

Fossvötnin eru rómuð fyrir mikla náttúrufegurð. Í Fossvötnum er einn hreinasti stofn ísaldarurriða á Íslandi. Vötnin eru köld en með mjög mikla framleiðni og hraðann vöxt urriðans. Fossvötnin hafa lengi verið vinsælustu veiðivötnin í Veiðivötnum. Síðustu árin hefur aðeins verið leyfð fluguveiði í Fossvötnunum. Eftir fyrsta ágúst er þó Síldarplanið opið fyrir veiði með öðru agni.


Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson www.veidivotn.is