Veiðivötn 2021

Eiríkur og Kristbjörg voru fyrst að nýja aðgerðaborðinu.

Veiði í Veiðivötnum hófst 18. júní kl. 15 og líkur 18. ágúst kl. 15. Daglegur veiðitími er frá kl. 7:00 – 24:00.
Öll vötn eru nú íslaus og allir vegir færir, nema enn er ófært í Skyggnisvatn. Veiðimenn eru hvattir til að halda sig á vegslóðum og aka ekki yfir gróður þó svo bleytupollur sé á veginum.
Óvenju lítið vatn er nú í Hraunvötnum, Litlasjó og Ónýtavatni. Önnur vötn eru að mestu eðlileg.

Veiði var góð fyrsta daginn og meðal annars var 13,6 pd urriði dreginn á land í Ónýtavatni.

Ingvar Sigurðsson,13,6 pd urriði úr Ónýtavatni

Hér fyrir neðan er listi yfir óseld gistipláss í Veiðivötnum. Hægt verður að panta veiðileyfi með leigðum húsum.
Eitthvað er til af veiðileyfum án gistingar frá 4. júlí til 18. ágúst.
ATH: Panta hús og veiðileyfi í gegnum síma 864-9205 eða senda fyrirspurn í tölvupósti ampi@simnet.is ef ekki er svarað í símann.

2. – 3. ágúst L-herbergi15.- 18. ágúst gamli Dvergasteinn

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2021.

Frostastaðavatn verður á veiðikortinu sumarið 2021.
Veiðileyfi í önnur vötn sunnan Tungnaár er hægt að kaupa í Landmannahelli (óþarfi að panta fyrirfram). Veiðileyfið fyrir stöng á dag kostar kr. 4.000-. Veiðileyfi í Sauðafellsvatn er kr. 5.000- (aðeins veitt á flugu).