Covid-fréttir úr Veiðivötnum

Vinsamlega lesið þennan póst vel.
Starfsmenn í Veiðivötnum vilja koma eftirfarandi á framfæri :

 • Starfsmenn munu fara í húsin og spritta helstu staði sem mest mæðir á.
 • Það verður ekkert í húsunum til eldamensku annað en helluborð.
  Komið með eigin eldhúsáhöld.
 • Vinsamlegast ekki skilja neitt eftir af ykkar dóti þegar þið farið heim (þar með rusl).
  Munið eftir reglum sóttvarnaryfirvalda á tjaldstæðinu.
 • Förum öll varlega og hlýtum reglum sóttvarnaryfirvalda. Þá komumst við heil í gegnum sumarið.

Vegna Covid 19 hefur verið ákveðið að hafa sem minnstan umgang á skrifstofunni í Varðbergi.
Því þarf starfsfólk í Veiðivötnum að fá eftirfarandi upplýsingar sendar í tölvupósti degi fyrir komu í Veiðivötn. Póstfangið er ampi@simnet.is

Það sem við þurfum að vita.

 • Hvaða bókun þú tilheyrir (nafn þess sem greiddi bókunina).
 • Nafn/nöfn veiðileyfishafa í hverjum bíl (fullt verð eða  50% afsl).
 • Tegund bíls / bíla.
 • Bifreiðarnúmer.
 • Litur bifreiðar.

Síðan kemur einn inn á skrifstofu og sækir lykil, leyfin og kvittun fyrir húsi.