Bleikjan í Litlasjó

Niðurstöður eru komnar úr erfðarannsókn á bleikjunni sem veiddist í Litlasjó í fyrrahaust.
Niðurstaðan útilokar að um eldisfisk sé að ræða. Erfðaefnið er aftur á móti mjög líkt því sem finnst í bleikjum í Snjóölduvatni og Skálavatni. Líkur eru því á að fiskurinn sé kominn úr villtum bleikjustofni á svæðinu. Ekki verður lagt mat á það hér hvernig fiskurinn komst í Litlasjó. Möguleikarnir geta verið nokkrir.
Vonandi er um einstakt tilvik að ræða.

Sjá eldri frétt um bleikjuna