Áfram góð veiði í Veiðivötnum

Í þriðju viku veiddust 3114 fiskar, 1091 urriði og 2023 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Snjóölduvatni, 938 og 539 fengust í Litlasjó. Úr Nýjavatni komu 563 smábleikjur í vikunni.
Heildarveiðin er nú 10772 fiskar, 5338 urriða og 5434 bleikjur. Þetta er mjög góð veiði miðað við undanfarin ár.
Mest hefur veiðst í Litlasjó það sem af er sumri, 2828 fiskar.
Þyngsti fiskurinn er 13,2 pd urriði úr Hraunvötnum sem kom á land í fyrstu viku. Í þriðju viku kom 10,0 pd urriði úr Litlasjó. Meðalþyngd afla úr vötnunum er nú 1,33 pd og mesta meðalþyngd er í Ónýtavatni fremra 3,00 pd (aðeins 4 fiskar) en í Grænavatni er meðalþyngdin 2,42 pd. Einnig er góð meðalþyngd úr Arnarpolli, Hraunvötnum og Litlasjó.

Myndin er af Ísari með 13,2 pd (6,6 kg) urriða úr Hraunvötnum. Stærsti fiskurinn til þessa. Ljósm: Bryndís Magnúsdóttir.

Sjá nánar

Myndir af veiði og veiðimönnum 2019