| NÁTTÚRA | JARÐFRÆÐI | GRÓÐUR | FISKUR | FUGL | SPENDÝR | KORT OG MYNDIR | VEIÐILEYFI OG GISTING |

FRÉTTIR

Veiðivötn í haustbúningi. Ljósmynd. Örn Óskarsson

5. janúar 2019

Veiðivötn 2019
Bryndis er nú farin að vinna í bókunum fyrir sumarið 2019. Hún mun á næstu vikum hafa samband við þá sem eiga fyrirfram bókanir. Greiðsla fyrir fyrirframbókanir þarf að hafa borist fyrir 1. mars.

Þeir sem sem telja sig eiga fastabókun fyrir sumarið 2019 en hafa ekki fengið sendan tölvupóst fyrir 15. febrúar næstkomandi, þurfa að hafa samband við Bryndísi.

þeir sem ætla ekki að nota sínar fyrirframbókanir næsta sumar eru beðnir að hafa samband við Bryndísi sem fyrst.

Sími í Veiðivötnum / Bryndís er 864-9205

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2019.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 11.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 22. ágúst.
kr. 9.500-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 16.000-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 20.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 13.500-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 23.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 3.500-
Verð fyrir hvert tjald / húsbíl á tjaldstæði / dag. (a)
kr. 4.000-
Verð fyrir hvert tjald / húsbíl á tjaldstæði / dag. (b) - rafmagn
kr. 5.000-
Sturta (fimm mínútur). kr. 400-

18. september 2018

Lokatölur úr Veiðivötnum

Veiðitímanum í Veiðivötnum lauk 16. september en þá var síðasti dagur netaveiðitímans sem hófst 24. ágúst. Alls veiddust 25437 fiskar sem er nokkuð minni veiði en undanfarin tvö ár. Sjá samanburð. Á stöng veiddust 20593 fiskar og 4844 í netin. Mun minna veidist af bleikju sumarið 2018 en árin á undan en urriðaveiðin jókst á milli ára sem einkum stafar af góðri veiði í Litlasjó. Litlisjór gaf mestan afla bæði á stöng og í net, 6668 urriðar komu þar á land, þar af 5631 á stöng. Næst best veiddist í Snjóölduvatni. Þar fengust 5588 fiskar en þar var uppistaðan í veiðinni smábleikja þó svo stærri fiskar væru innanum. Í Snjóölduvatni fengust 5006 á stöng. Stærstu fiskar sumarsins voru 12,0 pd urriðar úr Hraunvötnum og mesta meðalþyngdin var 3,52 pd í Grænavatni.

Veiðitölur úr Veiðivötnum

Myndir af veiði og veiðimönnum sumarið 2018


Vötn sunnan Tungnaár
Veiðileyfið kostar kr. 3.500- á stöng/dag og veitir aðgang að góðum veiðivötnum eins og Frostastaðavatni, Dómadalsvatni og Ljótapolli auk margra annara vatna. Veiðileyfi eru seld í Landmannahelli og í búðinni í Landmannalaugum og óþarfi að panta fyrirfram.
Veiðimenn eru hvattir til að skila útfylltum veiðileyfum að lokinni veiðiferð til veiðivarða í Landmannahelli eða í safnkassa á gatnamótum við Frostastaðavatn/Ljótapoll eða við efri afleggjara inn að Landmannahelli.

Veiðitölur úr vötnum sunnan Tungnaár 2018


Um aðbúnað í veiðihúsum í Veiðivötnum
Veiðiverðir í Veiðivötnum vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um húsin.
Í öllum húsunum í Veiðivötnum er:
Rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar.
Vatnssalerni eru í öllum húsum.

Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli. Sími í Veiðivötnum er: 864-920525. apríl 2017
Veiðivötn á Landmannaafrétti

Ritið "Veiðivötn á Landmannaafrétti" er komið út og sala hófst 25. apríl. Höfundur er Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún sem meðal annars var um árabil veiðivörður í Veiðivötnum. Bókin er 910 blaðsíður í tveimur bindum, glæsilegt rit í alla stað. Fjallað er um Veiðivötn / Fiskivötn í fortíð og nútíð og veitt svör við nánast öllu sem viðkemur svæðinu. Ómissandi lesning fyrir alla sem unna Veiðivötnum.
Bókin er til sölu á eftirfarandi stöðum:

  • Varðberg í Veiðivötnum
  • Árvirkinn, Eyravegi 32, Selfossi.
  • Verslunin Veiðivon, Mörkinni 6, 108 Reykjavík.
  • Söluskálinn Landvegamótum, Rangárþingi ytra.
  • Verslunin Mosfell, Rangárbakka 7, Hellu.
  • Fóðurblandan, Hlíðarvegi 2, Hvolsvelli.
     
    Bókin selst allsstaðar á sama verði, sem er kr. 8.500 krónur.


.... ELDRI FRÉTTIR
VEIÐI Í VEIÐIVÖTNUM
2017
2016
MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM
2018  
2017
 

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson ornosk@gmail.com/ Vefslóð: www.veidivotn.is