| NÁTTÚRA | JARÐFRÆÐI | GRÓÐUR | FISKUR | FUGL | SPENDÝR | KORT OG MYNDIR | VEIÐILEYFI OG GISTING |

FRÉTTIR


"Svona gera menn ekki". Utanvegaakstur við Litlasjó. Þarna hafa ökumenn á stórum jeppum ekið yfir viðkvæmar mosabreiður til að forðast grunna polla á veginum. Ljósmynd: Rúnar Hauksson


14. ágúst 2017
Veiðin í meðallagi góð
Áfram var fremur róleg veiði í Veiðivötnum í 8. veiðivikunni en þó nærri meðallagi síðustu ára.
Alls komu 1478 fiskar á land. Heildarveiðin er 18770 fiskar. Flestir fiskar hafa veiðst í Snjóölduvatni, 6728 fiskar og 3934 í Litlisjó. Mest veiddist í Litlasjó í vikunni, 418 fiskar.

Stærstu fiskarnir og mesta meðalþyngdin er í Grænavatni.

Sjá nánar:

Myndir af veiði og veiðimönnum í Veiðivötnum sumarið 2017.


29. júlí 2017
Veiðivötn - 2017
Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2017 hófst sunnudaginn 18. júní kl. 15 og lýkur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15. Bændadagar byrja 25. ágúst og allt búið 17. september.

ATH.
Skaflinn í Miðmorgunsöldu er horfinn. Því eru veiðimenn hvattir til að taka með sér ís til kælingar á fiski. Gott ráð er að frysta vatn í ölflöskum og hafa með í kæliboxi.

Innan svæðis eru allar leiðir færar nema í Hermannsvík og á Draugatanga í Litlasjó. Þar er enn ófært vegna hárrar vatnsstöðu í Litlasjó. Veiðimönnum er bent á að fara um Hraunvötn til að komast í ofanverðan Litlasjó (ofan Hermannsvíkur).


Talsvert af veiðileyfum (án gistipláss) eru laus í ágúst.

Aðeins er hægt að panta í gegnum síma 864-9205


Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2017.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 24. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 14.500-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 18.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 12.000-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 23.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 3.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (a)
kr. 3.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (b)
kr. 4.000-
Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
kr. 4.000-
Sturta (fimm mínútur). kr. 400-

Um aðbúnað í veiðihúsum
Veiðiverðir í Veiðivötnum vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um húsin.
Í öllum húsunum í Veiðivötnum er:
Rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar.
Vatnssalerni eru í öllum húsum nema í Dvergasteini.

Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli. Sími í Veiðivötnum er: 864-920525. apríl 2017
Veiðivötn á Landmannaafrétti

Ritið "Veiðivötn á Landmannaafrétti" er komið út og sala hófst 25. apríl. Höfundur er Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún sem meðal annars var um árabil veiðivörður í Veiðivötnum. Bókin er 910 blaðsíður í tveimur bindum, glæsilegt rit í alla stað. Fjallað er um Veiðivötn / Fiskivötn í fortíð og nútíð og veitt svör við nánast öllu sem viðkemur svæðinu. Ómissandi lesning fyrir alla sem unna Veiðivötnum.
Bókin er til sölu á eftirfarandi stöðum:

  • Varðberg í Veiðivötnum
  • Árvirkinn, Eyravegi 32, Selfossi.
  • Verslunin Veiðivon, Mörkinni 6, 108 Reykjavík.
  • Söluskálinn Landvegamótum, Rangárþingi ytra.
  • Verslunin Mosfell, Rangárbakka 7, Hellu.
  • Fóðurblandan, Hlíðarvegi 2, Hvolsvelli.
     
    Bókin selst allsstaðar á sama verði, sem er kr. 8.500 krónur..... ELDRI FRÉTTIR
VEIÐI Í VEIÐIVÖTNUM
2016
 
MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson ornosk@gmail.com/ Vefslóð: www.veidivotn.is