Veiðileyfi og gistiaðstaða

19. júní 2018
Vötn sunnan Tungnaár

Veiðileyfi eru seld í Landmannahelli. Ekki er þörf á að panta veiðileyfi fyrirfram. Veiði er leyfð til 20. september. Hægt er að panta gistingu við Landmannahelli í síma 893 8407 og info@landmannahellir.is. Veiðileyfið kostar kr. 3.500 á stöng á dag. Nánari upplýsingar um staðinn er á: www.landmannahellir.is


4. janúar 2018
Veiðisumarið 2018
Veiði í Veiðivötnum hefst mánudaginn 18. júní kl.15:00 og líkur 22. ágúst. Bændadagar eru frá 24. ágúst til 16 september.
Bráðlega verður sendur póstur á þá sem eiga fastar bókanir í Veiðivötnum. Greiðslu fyrir þær þarf að hafa borist fyrir 1. mars. Þeir sem telja sig eiga fastar bókanir og fá ekki póst fyrir 15. febrúar eru beðnir að láta vita.
Þeir sem ekki ætla að nota sínar fyrirframbókanir næsta sumar eru beðnir um að hafa samband við Bryndísi sem fyrst.
Annars hefst almenn sala á gistingu og veiðileyfum kl. 9:00 þann 1. apríl. Aðeins verður hægt að panta í síma 864-9205.

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2018.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.500-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 22. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 15.000-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 19.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 12.500-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 23.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 3.500-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (a)
kr. 4.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (b) - rafmagn
kr. 5.000-
Sturta (fimm mínútur). kr. 400-
 
 

Skálar í Veiðivötnum
Í Veiðivötnum er hægt að kaupa gistingu í 6-12 manna skálum og í 40 manna sæluhúsi. Vatnssalerni er í öllum húsum nema Dvergasteini. Lyklar að húsum eru afhentir hjá veiðivörðum í Varðbergi við komu í Veiðivötn.
6-8 manna skálar
Foss, Holt, Land, Lindarhvammur, Vindheimar, Dvergasteinn
8-12 manna skálar
Ampi, Nýberg, Bjalli, Hraunkot, Setur, Sel, Arnarsetur, Hvammur, Vatnaver
40 manna sæluhús
Salur (18), L-herbergi (6) og svefnloft
Varðberg
aðstaða veiðivarða


Yfirlitskort yfir staðsetningu húsa

 

 

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefslóð: www.veidivotn.is