[Til baka]

Fréttir af veiði í Veiðivötnum sumarið 2013

Sunnudaginn 15. september lauk veiðitímabilinu í Veiðivötnum. Veiðitímabilið einkenndist af kuldatíð og mikilli úrkomu lengst af. Eiginlega kom bara ein góð vika í lok júlí. Sumir segja að þá hafi veðrið orðið of gott. Samanborið við undanfarin ár þá var veðrið óhagstætt til veiða og útiveru, en svipað því sem menn áttu að venjast á fjöllum á 10. áratug síðustu aldar. Í slíku tíðarfari er fiskurinn að jafnaði rólegri og veiðin minni en í hlýjindum.

Alls veiddust 19777 fiskar á veiðitímanum sem er mun minni afli en undanfarin ár. (sjá samanburð). Á stangveiðitímanum veiddust 13516 fiskar sem eru færri fiskar en undanfarin ár, en svipað og sumarið 2004, en mun meiri afli en árin þar á undan. (sjá samanburð). Litlisjór gaf flesta fiska þetta árið eins og oft áður. Þar komu 2696 urriðar á land. Bleikjuvötnin, Langavatn og Nýjavatn komu þar skammt á eftir með 2326 og 2216 fiska.
Á stangveiðitímanum var meðalþyngd fiska úr vötnunum 2.03 pd. sem telst mjög gott og þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna álíka meðalþyngd. Hæst var meðalþyngdin 5.73 pd í Grænavatni, 3,94 pd í Ónefndavatni og 3,42 pd í Litlasjó. Stærsti fiskur sumarsins var 12.4 pd urriði úr Grænavatni en margir litlu minni fiskar fengust í Grænavatni og í Hraunvötnum, einkum í síðustu veiðivikunum.

Á netatímanum kom 5771 fiskur í netin en 490 fiskar fengust á stöng.

Heildarfjöldi og meðalþyngd á stangveiðitímanum sumarið 2013 - tafla
Heildarfjöldi og meðalþyngd á stöng á netaveiðitímanum haustið 2013 - tafla

Þróun stangveiðinnar í hverri viku sumarið 2013 - tafla

Samanburður á stangveiði á milli vikna og ára.

Heildarfjöldi og meðalþyngd fiska sem veiddust í net haustið 2013 - tafla

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefslóð: www.veidivotn.is