[Til baka]

Fréttir af veiði í Veiðivötnum sumarið 2012

Sumarið og haustið 2012 veiddust 25009 fiskar í Veiðivötnum. Þetta er nokkru minni veiði en undanfarin ár, en mjög gott miðað við síðustu áratugi. (sjá samanburð á heildarveiði). Stangveiði í Veiðivötnum lauk 22. ágúst. Á stangveiðitímanum veiddust 19647 fiskar sem er nokkru minni veiði en sumarið 2011, en þá fengust 21240 fiskar. (sjá samanburð). Meðalþyngdin var aftur á móti betri en þá eða 1,96 pd. Þetta er mesta meðalþyngd sem mælst hefur í Veiðivötnum frá árinu 2002 (sjá samanburð). Mest var meðalþyngdin í Grænavatni 4.54 pd. Þar veiddist einnig stærsti fiskur sumarsins 16.4 pd. Á netaveiðitímanum veiddust 4715 fiskar í net og 647 fiskar á stöng, hvorttveggja heldur minni afli en á síðasta ári.
Lang mest veiddist í Litlasjó á veiðitímabilinu. Alls komu 7795 fiskar þar á land og þar af fengust 6298 fiskar á stöng.

Í heildina var sumarið 2012 mjög gott veiðisumar í Veiðivötnum, stórir fiskar og veðurblíðan einstök.

Heildarfjöldi og meðalþyngd á stangveiðitímanum sumarið 2012 - tafla
Heildarfjöldi og meðalþyngd á stöng á netaveiðitímanum haustið 2012 - tafla

Þróun stangveiðinnar í hverri viku sumarið 2012 - tafla

Samanburður á stangveiði á milli vikna og ára.

Heildarfjöldi og meðalþyngd fiska sem veiddust í net haustið 2012 - tafla

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefslóð: www.veidivotn.is