[Til baka]

Fréttir af veiði í Veiðivötnum sumarið 2008

Enn á ný voru veiðimet slegin í Veiðivötnum. Veiðisumarið 2008 var besta árið frá upphafi skráningar (sjá samanburð milli ára) og slær út gamla metið frá síðasta ári. Alls veiddust 29687 fiskar. Þar af fengust 24893 fiskar á stöng (83 %) og 4794 fiskar komu í net (17%).
Á stangveiðitímanum veiddust 24373 fiskar. Mest veiddist í Litlasjó,
7081 fiskur og 2913 fiskar veiddust í Nýjavatni og 2158 í Langavatni. Snjóölduvatn, Skyggnisvatn, Kvíslarvatn, og Hraunvötn gáfu öll yfir 1000 fiska.
Þyngsti fiskurinn, 12 pd kom úr Hraunvötnum. Stórir fiskar, 10 - 11 pd, veiddust einnig í Ónefndavatni, Grænavatni og Litlasjó.

Heildarfjöldi og meðalþyngd á stangveiðitímanum sumarið 2008 - tafla
Heildarfjöldi og meðalþyngd á stöng á netaveiðitímanum haustið 2008 - tafla

Þróun stangveiðinnar í hverri viku sumarið 2008 - tafla

Samanburður á stangveiði á milli vikna og ára.

Heildarfjöldi og meðalþyngd fiska sem veiddust í net haustið 2008 - tafla

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefslóð: www.veidivotn.is