[Til baka]

Fréttir af veiði í Veiðivötnum sumarið 2007

Veiðisumarið 2007 var besta árið frá upphafi skráningar á veiði í Veiðivötnum (sjá samanburð milli ára) og slær út gamla metið frá síðasta ári. Alls veiddust 25829 fiskar. Þar af fengust 21691 fiskur á stöng (84%) og 4138 fiskar komu í net (16%).
Á stangveiðitímanum veiddust 21288 fiskar. Mest veiddist í Litlasjó,
4861 fiskur kom þar á land og 2729 fiskar veiddust í Nýjavatni og 2336 í Langavatni. Einnig gáfu Snjóölduvatn, Skyggnisvatn, Kvíslarvatn, Ónýtavatn og Hraunvötn góða veiði í sumar.
Þyngstu fiskarnir, 11,4 pd komu úr Hraunvötnum og Ónefndavatni. Einnig veiddust stórir fiskar í Stóra Fossvatni, Skyggnisvatni, Litla Breiðavatni og Litlasjó.

Heildarfjöldi og meðalþyngd á stangveiðitímanum sumarið 2007 - tafla
Heildarfjöldi og meðalþyngd á stöng á netaveiðitímanum haustið 2007 - tafla

Þróun stangveiðinnar í hverri viku sumarið 2007 - tafla

Samanburður á stangveiði á milli vikna og ára.

Heildarfjöldi og meðalþyngd fiska sem veiddust í net haustið 2007 - tafla

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / Vefslóð: www.veidivotn.is